Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 15

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 15
H E I M I R 20 7 maöur og þingskörungur. En atkvæöalítill prestur var hann. ” Rétt er nú þetta alt, nerna seinasta setningin. Þaö er óhætt að kalla hann merkisprest. Eg var altaf við messu hjá honurn þegar eg var á heimili hans. svo að ræður hans eru mér vel kunnar. Hann prédikaði oftast blaðalaust, talaði hægt, en skýrt og hátt. Eg hefi líka heyrt ræður fjölda presta utanlands og innan, og lesið þó enn þá fleiri. Og eg hefi ekki betur vit á, en að ræður hans þóttu mér einhverjar þær spaklegustu og andrík- ustu, sem eg hefi heyrt og lesiö. Og oft voru þær mjög innilegar. Eg held að stólræður hans hafi ekki staðið á baki þingræðum hans að snild og íegurð, speki og andríki. Sumum þó.tti nú ekki mikið í stólræður hans varið. Þótti þeim þær veraldarlegar og söknuðu þar ýmsra atriða, sein prestar eru vanir að kenna. Og var það von. Ræður hans voru í rauninni talsvert ólíkar vanalegum kyrkjuræðum. Barnafræðslan nokkuð öðruvísi en þá var títt. Hann var ágætur barnafræðari. Sagði börnunum miklu meira en hann spurði þau. Var ekki strangur með utanbókarnám. Kvað meira vert að þau skildu og elskuðu kverið. en að þau kynnu það reiprennandi. Hann var, virtist mér, yfirleitt skynsemistrúmaður, og fylgdi jafnan nýjustu gagnrýnisguðfræðinni. En hana þektu söfnuðir hans ekki. Kom hún oft í ljós í stólræðum hans og fór hann þar gætilega, en þó hreinskilnislega í sakirnar. Hann talaði jafnan í sarna anda um trúarrnál, bæði utan kyrkju og innan. Og sagði hann jafnan á þessa leið: “Eg vil hvorki kenna á móti sann- fœringu minni né hneigsla söfnuðinn.” Mér þótti hann sigla meistaralega milli þessara tveggja skerja. Varö samt að sneiða hjá sumum lærdómum kyrkjunnar, eða rétt nefna þ \ lauslega til þess að komast vel hjá skerjunum. Hann hafði mikinn áhuga á biblíufræði, og ekki minna á heimspeki. Virtist mér áhugi sá vaxa með árunum. Trúarskoð- un hans virtist rnér yfirleitt vera svona: Maðurinn er af náttúr- unni ekki hneigður síður til góðs en ills. Dygðaináttur hans er mikill. Guðsmyndin lifir og starfar í öllum góðleik mannsins. Það er rangt og skaðlegt að kenna, að maðurinn sé gjörspiltur af náttúrunni. Maðurinn getur að miklu le.yti bætt sig af eigin

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.