Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 16

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 16
208 HEIMIR ramleik, og þess vegna er þaö skylda hans. Guö hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Kristur er æðsti og besti trúarhöfundur, meöalgangari og guðssonur. Alt guödómseðli, sem mannlegur andi getur rúmað , er sameinað í Kristi. Hann birti oss föður- inn og bjó oss veginn með lífi sínu og kenning. Betrun vor og frelsun er mest komin undir sjálfum oss. Eigum þó að leita guðs hjálpar og nota náðarmeðulin vel.” Hann mat kvöldmál- tíðina mjög mikils. Og sá eg hann tíðum mjög hrærðan við athöfn þá, og talaði hann þá einstaklega fagurt og innilega. Og engan hefi eg heyrt tala fegurra um manneðli frelsarans. Ekki trúði hann að til væri veruleg eilíf fordæming. Minning ogáhrif synda vorra geta að vísu orðið sá ormur sem aldrei deyr og sá eldur sem aldrei sloknar. En minning og áhrif dygða vorra verða líka sú rós er aldrei deyr og það ljós er aldrei slokknar. Lítið talaði hann um friðþæging og náð. Og á kenningunni um réttlæting og trú hafði hann svipað álit og Agúst Bjarnason í “Austurlöndum” bls. 396. Hann talaði meira um réttlætið en kærleikan. En margt, sem kallað er kærleiksverk, sagði hann að væri hrein réttlætisskylda. Sagði t.d.: “Það er ekkert kær- leiksverk að hjálpa ráðvöndum dugnaðarmanni, sem verðurfyrir óhöppum eða missir heilsuna. Það er hrein og bein réttlætis- skylda.” Hann sýndi þetta sem hann kendi í verkinu. Þau 8 ár, sem eg var með honum á Bægisá, lánaði hann'fátækum sóknarbörn- um sínum þetta 200—300 kr. rentulaust á vetri hverjum,tilþess að þau fengju úttekt. Lét þau svo borga sér í ýmsu, sem þau áttu hægast með: fóðrum, vinnu, o. s. frv. Ekki græddi hann á lánum þeim. Kærði sig ekki heldur neitt um það. Oftar en einusinni efnaði hann til samskota handa snauðum oggaf jafnan sjálfur mest. Hverju mannsbarni er kom á heimili hans var gert gott. Og þegar hart var orðið á milli manna, var sú regla þeirra hjóna að gefa kyrkjufólkinu jafnan að borða. Hann var fyrirtaks heimilisfaðir, góður félagsmaður og mjög trúr og tryggur vinur. Fjölhæfur, göfugur og trjálsborinn andi í einu sem öðru. En því voru svo margir á móti honum? Alþýðan og fram-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.