Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 5

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 5
HEIMIR 245 Goöasagnir þessar eru flóknar og víöa sjálfum sér ósam- kvæmar. Þær voru búnar að ganga munnmælum afarlengi áður en þær voru færöar í letur. Hvort þær hafa nokkurn sögulegan grundvöll vita menn ekki, en þess hefir verið getið til af sumum fræðimönnum, að í þeim felist æfagamlar frásagnir af viðureign Japaníta sjálfra og frumbyggja eyjanna, er Japanítar fluttu til þeirra af meginlandi Asíu, sem menn reyndar vita ekki, hvenær eða hvernig hefir átt sér stað. En hvað sem því líður eru hug- tnyndirnar um guðina mjög skyldar lífi og reynzlu mannanna sjálfra. Guðirnir hafa flest mannleg einkenni og lifa líkt og menn. Þeir eru aðeins máttarmeiri verur en mennirnir. Margir hinna fornu guða, sem goðasagnirnar segja frá, eru nú algerlega fallnir í gleymsku á meðal fólksins. Stundum vita menn jafnvel ekki hvaða guði musteri þau eru helguð, sem þeir tilbiðja í. En þó er engin hætta á að guðunum fækki, því altaf bætist við. Eru það forfeður, sem eru teknir í guða töluna. Fyrir nokkrum árum úrskuiðaði keisarinn að 20 ágætismenn fyrri tíma skyldu teknir í guða tölu, og voru musteri vígð í# nafni þeirra við það tækifæri. Helsti guðinn, sem nú er dýrkaður, sem fyr, er sólargyðjan. Aðalmusteri hennar er í bænum Jamada. Þangað fer mesti sægur manna pílagrímsferðir á ári hverju; sérstaklega eru það bændur og kaupmenn, sem þangað sækja. Þeir fara þangað til þess að biðja um blessun sólargyðjunnar yfir atvinnuvegi sína. Margir fleiri guðir, sem eru almennir líkt og sólargyðjan eru dýrkaðir, og standa musteri þeirra til og frá um landið. Að þeim sækir fólk til fórnfræðinga og bæna, en prestar gæta musteranna og helgisiða. Auk þessara almennu guða er til mesti fjöldi af staða-guðum. Hvert fjall, fjölda mörg tré, ár og margir aðrir hlutir í náttúrunni hafa sinn guð. Forfeðra dýrkunin er eitt af aðal-einkennum Shintotrúar- innar. Ekki aðeins eru miklir menn fyrri tíma tilbeðnir, heldur einnig menn, sem dáið hafa fyrir skömmu. Sálum þeirra manna, sem létu lífið fyrir'keisarann í innanlandsófriðnum 1868 er keisaravaldið var endurreist, hefir verið reist musteri í Tokíó.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.