Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 6

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 6
246 HEIMIR Keisarinn sjálfur dýrkar alla forfeður sína sem sérstaka verndarguði keisaratignarinnar og ríkistjórnarinnar. En satn- kvæmt goöasögnunum er keisarinn be.inn afkomandi helsta guSsins, sólargyðjunnar, og þar af leiöandi er hann guödórnleg vera í lifandi h'fi. Hann á aö vaka yfir velferö þegna sinna og þeir eiga aö sýna honum takmarkalausa hlýöni. Einn japanskur rithöfundur kemst þannig að oröi: “A fornu máli var keisarinn nefndur guö og þaö er hans sanna eöli. Skylda þegnanna er þess vegna skilyröislaus hlýöni viö hann, án þess aö efast um aö verk hans séu réttlát.” Þessi afstaöa þegnanna gagnvart æSsta stjórnanda ríkisins, sem Shinto-trúin innrætir mönnurn er eftirtektaverö. Ahrif hennar koma í ljós í rótgróinni hollustu þjóöarinnar viö keisaraættina og hiö ríkjandi stjórnarfyrirkomu- lag. Þaö er ekki aö furða þó að keisararnir hafi verndað Shinto-trúna og haldiö henni fram gegn Búddhatrúnni, sern útlit var fyrir aö mundi útrýma henni alveg. Shinto-trúin er ólík flestum öörum trúarbrögöum að því leyti aö hún sjálf er laus viö allar siöferöiskenningar, hún hefir *í raun og veru veriö eintómur átrúnaöur og rit hennar eintómar goöasagnir. Samt sem áöur hafa prestar hennar kent siöfræöi, en sú siðíræði kvaö vera grundvölluð á kenningum kínverska spekingsins Konfúsíusar. Óbeinlínis hafa þær kenningar haft mjög mikil áhrif á hugsunarhátt Japaníta. Laun og hegning í ööru h'fi eru óþekt í Shinto-trúnni. Því er trúaö aö sálir framliöinna lifi, en hvernig því lífi er fariö er ekki nákvæmlega sagt frá. Það er álitin áfrávíkjanleg skylda eftirlifandi ættingja að prýöa grafir hinna framliönu á tilteknum dögum, Þess vegna er foröast aö láta ættir deyja út. Þaö er algengt aö þeir sem engan son eignast taki sér fósturson og gangi honum aö öllu leiti í fööurs stað, og framkvæmir hann þá hinar trúarbragöalegu skyldur þegar fósturfaðirinn er dáinn. Samband viö framliöna meö hjálp miöla, sem falla í dá, er ekki óþekt á meðal Shinto-trúar manna. Fara ar.dasæringarnar fram á vissum stööum. Einkennilegt er þaö, aö þrátt fyrir allan átrúnaöinn á sálir framliöinna manna eru skoöanirnar um ástand sálnanna eftir dauöann injög óákveönar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.