Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 9

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 9
H E I M I R 249 skyni hafa trúvarnarrit verið samin. Yfirleitt hefir niótstaða síðari tíma knúS fylgjendur Búddhatrúarinnar til nýrrar og aukinnar starfsemi. Mjög einkennilegt og eftirtektarvert er það, aS í Japan er fjöldi fólks sem er bæSi Búddha-og Shinto trúar, þaS er aö segja sækir musteri beggja þessara trúarbragSa og neitar hvorugum. Kemur þar í 1 jós vanafesta og trygS viS þaS sem er gamalt og þjóðlegt og um leiS tilhneiging til að semja sig að sem flestu í kringumstæSunum. RétttrúnaSurinn er ekki fyrsta áhuga- máliS, heldur hitt, hvaS hollast sé, með tilliti til þess ástands sem ti'minn og aldarhátturinn hafa í för meS sér. Einhver blendingur af fastheldni og frjálslyndi, sem erfitt er aS gera sér fulla grein fyrir, virðist vera eitt af höfuS-einkennum japönsku þjóSarinnar. Séra Jatho og prússneska ríkiskyrkjan Ekki alls fyrir löngu voru ný lög samin og viStekin í ríkis- kyrkjunni á Prússlandi viðvfkjandi villukenningum á meðal presta hennar. Samkvæmt þessuin villutrúarlögum (Irrlehrgesetz) er hver prestur, sem grunaður er um að hafa aðrar skoðanir en kyrkjan fyrirskipar, prófaSur af nefnd, sem samanstendur af guSfræSiskennurum og prestum. Nefndin sker úr meö atkvæða- greiðslu hvort sá sem ákæröur er skuli álítast sekur eða sýkn eftir aö hún hefir kynt sér málavöxtu, og þarf tvo þriðju hluta atkvæða til að álitið sé gildandi. Urskurði nefndarinnar verður ekki skotið til neins hærra kyrkjumálavalds’ Sé prestur fundinn sekur um að flytja villukenningar á hann að vera sviftur em- bætti sínu í ríkiskyrkjunni (Landeskirche) en eftirlaun á hann að fá, sem svari helmingi af hans fyrri launum, meðan hann lifir, og þegar hann deyr fær ekkja hans og börn samastyrk og ekkjur og börn annara presta ríkiskyrkjunnar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.