Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 13

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 13
HEIMIR 253 mundu veröa í dag, frá hvaöa uppsprettu þær rnundu fljóta og í hvaöa anda þær mundu veröa? Hér er um þaö aö ræöa, sem vér tölum án úndirbúnings, og það er lang-mest af því, sem vér tölum. Stjórnmálamaöur- inn, sem ætlar aö mæta útlendum sendiherra, mælskumaöur- inn, sem ætlar aö tala fyrir fullu húsi af áheyrenduin, þeJr hugsa eflaust mjög vandlega uin hvaö þeir ætla aö segja. En mest af því sem vér segjum er hvorki til aö sýna mælsku né stjórnvizku, Orðin, sem vér tölum undirbúningslaust, sýna oss ógrímuklædda. Samt sem áöur er þaö einmitt í þessu, sem vér segjum og heyr- um sagt í daglegum samræöum, í hinum sífeldu smápeninga viðskiftum sálnanna, sem vér höfum uppbýggileg eöa skaöleg á- hrif hver á annan. I samanburöi viö þetta, eru áhrif hinna fáu vel grunduðu oröa sem vér tölum, líkt og áhrif fárra þrhmu- skúra hjá hinum stööugu áhrifum hins venjulega loftslags. Þaö sem maöur segir viö konu sína og barn viö matboröiö, sýnir betur hver hann er en beztu ræöur, sem hann gæti haldið í pré- dikunarstól eöa á ræöupalli. Þaö sýnir hvaö vér erum, því þaö sýnir oss óviðbúna, ekki eins og vér viljum vera, né eins og vér viljum láta aöra halda aö vér séurn, heldur eins og vér erum. Þaö er ekki sjálfsagt að þaö sé oss til minkunar að vera þannig séöir. Þó stundum komi í ljós þaö versta, sem í oss er, kemur einnig stundum í ljós þaö bezta. Grant og Lee voru báöir niiklir menn og höföu unniö mikil afreksverk, en ekkert sem um þá hefir veriö skrifaö er eins aðlaðandi og sagan um þaö, er þeir mættust í Appomatox rétt- arsalnum. Árum saman höfðu þeir verið svarnir óvinir. Þeir höfðu stýrt óvinaher hvor á móti öðruin og látið strádrepa fjölda, hvor af annars liöi. En þrátt fyrir alt þetta, þegar þeir sáust, hvaö kom þá fyrir? Nokkuð, sein var bæöi mannlegt og hugnæmt. Endurminningar frá fyrri dögum, er þeir voru félag- ar í herforingjaskólanum á West Point og í Mexikó stríöinu, rifjuðust upp fyrir báðum. Þeir fóru að tala um liöna tíma, þangað til loksins aö Lee varð að minna Grant á til hvers þeir væru þar sainan komnir, en það var til þess að Grant, sigurveg- arinn, tæki við leifunum af liði Lee’s. Við samfundi þeirra kom

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.