Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 14

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 14
254 HEIMIR það í ljós, sem margra ára blóðugur bardagi hafði ekki getað af- máð — nefnilega að þeir voru vinir, sem virtu hvor annan. Það eru slíkir samfundir, slík nærvera, sem eyðir óvináttunni. Sá sem þetta skrifar var svo heppinn aö vera eitt sinn á ferðalagi í Noregi með þremur öðrum; þeir voru: prestur úr ensku kyrkj- unni, kaþólskur prestur og únítari. Við vorum eins ánægðir og nokkrir samferðamenn geta verið, og við undruðumst, hversu mikið við höfðum sameiginlegt. Einhver okkar sagði: “Hvað verður af öllum okkar stjórnmálalega, trúarlega og kyrkjulega skoðanamun, ef við höldum svona áfram?” Já, hvað, í sann- leika, verður af honum. Leyndardómurinn í sameiningu mann- kynsins í framtíðinni verður að láta mennina mætast og tala saman hiklaust. Upphaf konungsríkis á Gyðingalandi. I hinum sögulegu bókum Gamlatestamentisins er saga Gyð- ingaþjóðarinnar sögð frá fyrstu byrjun, frá sköpun heimsins. Til og frá í þessari sögu eru langar ættartölur, sem auðsjáanlega eru ætlaðaf til að fylla upp eyður í viðburðarásinni. Það er nú viöurkent af öllum, sem aðhyllast biblíurannsóknir síðari tíma að í þessum ættartölum, og ýmsu öðru af svipuöu tagi, sé að finna tilraun, er hafi verið gerð tiltölulega seint á tímum, til að tengja saman sögubrot og munnmæli frá elztu tímum í eina samanhangandi söguheild. Menn hafa liðað í sundur Mósebæk- urnar, sem áður voru álitnar elztu ritin í heild sinni, og hafa fundið í þeim gamlar sagnir og trúarhugmyndir festar saman í sögulega heild af höfundi, sem ritaði í fyrsta lagi um áriö 500 fyrir fæðingu Krists. Höfundur þessi er nefndur hinn prestlegi höfundur, vegna þess að hann ritar í anda þess tíma, er presta- stéttin hafði sett sín einkenni á hugsunarhátt og skoðanir þjóðarinnar. Hin verulega saga Gyðingaþjóðarinnar byrjar um leið og hún settist að á Gyðingalandi, landi Kanaanítanna. Frásagnir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.