Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 19

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 19
HEIMIR ~59 Jerúsalem og búinn að tryggja sjálfum sér völdin, snérist hann a móti Móabítum og öörum þjóöflokkum, sem bjuggu fvrir aust- an Jórdan, Með sigurvinningum sínum þar, jók hann all-miklu við ríki sitt. Þó að það væri ennþá langt frá að vera vel sam- ■einað, var það samt miklu sterkara en ríki Sáls hafði nokkurn tíma verið. Hirðlíf Davíðs var að öllu leyti viðhafnarmeira. Lífvörður, hirðprestur og skrifari koma nú fyrst til sögunnar. Sex konur er getið nm, sem Davíð tók sér; þar með er talin fyrsta kona hans, dóttir Sáls, er hann tók aftur, þegar hann kom til valda, frá öðrum manni, sem hún þá hafði veriö gift. Þegar Davíð var orðinn gamall og nánustu vandamenn sáu a.ð hann átti skamt eftir ólifað, var því komið í kring með slægð að Salómon erfði ríkið eftir hann. I raun og veru var það eldri son.ur, Adónía, sem átti að taka við ríkisstjóroinni, samkvæmt siðvenju, en móðir Salómons var uppáhalds kona Davíðs, og hún, með hjálp .Zadoks prests og Natans spámanns, korn Davíð til að lofa sér því, að Salómon yrði eftirmaður hans. Adónía og vinir hans gerðti tilraun til að koma honum að völdum, en hún mistókst. Flokkur Salómons var sterkari og hann var krýndur til konungs. Adónía og sumir af fylgjendutn hans voru af lífi teknir, og öðrutn var refsað grimmilega. Skömmu eftir þetta dó Davíð og þá tók Salómon við stjórninni. Framh. Að kvöldi dags. Mánaskin á völl og voga vefur geislamyndir kærar, dýröarbjartar, demantskærar. Daggar tárum grætur rós. Stjörnur breiða úr hreinu heiði

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.