Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 21

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 21
HEIMIR 261 í köldum geislum yfir landiS. Lífiö sorg og sælu blandið særir rnína þungu lund. Láttu þína ljósröst skína. Ljós í minni sálu dvína, lýstu mér um stutta stund. Taktu valtar vonir mínar vagga þeim í blund! Vilhjálmur í mylnunni. Saga eftir Robert Louis Stevenson. SLÉTTAN OG STJÖRNURNAR. Mylnan, þar sem Vilhjálmur litli og 'fósturforeldrar hans áttu heima, stóö í dal á milli furuskóga og hárra fjalla. Fyrir ofan hana var hæð eftir hæö, alla leið upp, þangaö til þær lyft- ust upp úr skóginum og þær bar berar viö himininn. Nokkuö hátt uppi lá langt, gráleitt þorp, líkt og þunn þokuslæða í skóg- vaxnri hlíðinni; og þegar vindurinn blés þaðan, barst meö hon- um silfurskær kyrkjuklukkuhljóinur, niöur til Villa. Fyrir neð- an mylnuna uröu hlíðarnar enn þá brattari, og dalurinn víkkaði út til beggja handa; og frá dálitlum höfða, rétt hjá mylnunni, mátti sjá eftir honum endilöngum og út úr honum yfir stóra sléttu, sem áin hlykkjaðist skínandi eftir, fram hjá borg eftir borg, á leið sinni út í haflð. Svoleiðis vildi til, að upp úr daln- um lá vegur inn í annað konungsríki, svo þó þar væri kyrlátt og afskekt, var vegurinn meðfram ánni samgöngufæri á milli tveggja ríkra og voldugra þjóða, Alt sumarið komu vagnar í hægðum sínum upp dalinn eða þutu léttilega niður, fram hjá mylnunni;

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.