Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 23

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 23
HEIMIR 263 Einu sinni spuröi hann malarann að, hvert áin rynni. “Hún rennur niöur dalinn”, svaraði hann, “og snýr fjölda af mylnum — yfir hundraö, segja þeir, héöan til Neðri flata — 04 er ekki þreyttari eftir en áöur. Svo rennur hún í gegnum slétturnar og vökvar stóreflis kornakra, og rennur í gegnum ljóm- andi fallegar borgir, er sagt, þar sem konungar búa í stórhöllum og varðmenn gæta hliðanna. Og hún rennur undir brúm, þar sem steinmenrt standa og horfa þegjandi og undarlegir niður í vatnið, og lifandi fólk leggur olnbogana á veggina og horfir líka niöur. Og svo rennur hún áfram og áfram gegnum mýrar og sanda og fellur loksins út í sjóinn, þar sem skipin eru, sem flytja páfagauka og tóbak frá Vesturhafseyjunum. Já, hún á langa leið fyrir höndum þegar hún hellist út úr mylnustokkunum okk- ar; guð blessi hana!” “Og hvað er sjórinn?” spurði Villi. “Sjórinnl” hrópaði inalarinn. “Guð hjálpi okkur öllum, hann er það stærsta, sein drottinn hefir skapað. Þar rennur alt vatn, sem til er í heiminum, saman í eitt stórt, salt stöðuvatn. Þar liggur það eiris hreyfingarlaust og hendin á mér og sakleysis- legt eins og lítið barn; en, þeii segja, að þegar vindur sé, þá rísi það upp í vatnsfjöllum, sem eru stærri en fjöllin hérna, og þá sogar það í sig skip, sem eru stærri en mylnan okkar, og ger- ir slíkan hávaða, að það heyrist margar mílur upp á land. í sjónurn eru fiskar, sem eru fimm sinnum stærri en naut, og einn gamall ormur, eins langur og áin og eins gamall og heimurinn, með skegg eins og maður og silfurkórónu á hausnum”. Aldrei á æfi sinni hafði Villi heyrt neitt líkt þessu, og hann hélt áfram að spyrja og spyrja um heiminn, sem lá langt í burtu niöur með ánni með öllum sínum undrum og hættum, þangað til að gamli malarinn varð sjálfur hrifinn og leiddi hann upp á hæð, sem sjá mátti af yfir dalinn og niður á slétturnar. Það var komið nær sólarlagi og sólin var lágt í skýlausu loftinu. Alt sást skýrt og var dýrðlega fagurt í gullna bjarmanum. Villi hafði aldrei fyr séð yfir svo stórt land; hann stóð og starði með galopnum augum. Hann sá bæina og skógana og akrana og skínandi bugðurnar á ánni, hann sá lengst í burtu röndina á

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.