Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 5

Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 5
H EIMIR 269 Ekki að eins. hvaö byg'gingar snerti, heldur einnig í öllam siöum og háttum, samdi Salómon sig aö lífi stærri og auöugri konnnga. Hann haföi stórt kvennabúr og ríkmannlegt hiröiíf. í smáu ríki hlaut þetta alt aö veröa þung byröi á þjóöinni, enda fór svo aö ríkinu varö trauöla haldiö saman meöan Salómon liföi, og strax eftir hans daga klofnaöi þaö í tvent. Israelsmenn sem lieild, komust á sitt hæsta stig viöhafnar og ytri dýröar undir stjórn Salómons. Vizka Salómons var mjög lofuö af þeim, sem riuöu um hann síöar. Aö öllurn líkindum hefir hann veriö skjótvitur og orö- heppinn maöur, en varla djúphygginn. Þaö sem sagt er um aö hann hafi haft meiri þekkingu en aörir menn á öllum hlutum, er auövitaö ekki nema munnmæli. Og af ritunurn í gamlatesta- rnentinu. sem honurn eru eignuö, er ekkert eftir hann. Vera má samt aö heppileg heilræöi eða kjarnyröi. er áttu upptök sín hjá honum, hafi gengiö manna á milli og veriö ásamt fieiru þesskon- ar safnaö saman í bók. Um þaö vitum vér ekkert meö vissu. Honum voru eignaöar bækur þær sem bera nafn hans, til þess aö gefa þeim meiri áhrif, löngu eftir aö hann var dauöur. Upphaf konungsríkisins meöal Gyöinga til forna, var alveg sömu lögum háö og upphaf annara konungsríkja undir líkum kringumstæöum. Þaö var nauösyn, vegna þess aö í sameining þjóöarinnar var styrkur hennar falinn. Þetta ríki, sem var stofnaö meö allmiklum ötulleik og dugnaöi af Sál Og Davíð, skiftist þegar Salómon reyndi aö laga stjórn þess og fyrirkomu- lag urn of eftir öörum stærri og auöugri ríkjum. Eftir hans daga voru tvö smáríki, hvort viö annars hliö, sem áttu í sífeld- um innbyröis ófriöi, þangaö til þauvoru bæöi svelgd upp af vold- ugum óvinum. Þegar tímar liöu frá, sáu Gyöingar í öllurn þess- um viðburöum guölega handleiöslu, þá var farið aö laga söguna til og bæta inn í hana skýringum hér og þar; sögubækur gamla- testamentisins eru fullar af þess konar skýringum. Þegar þeim er slept veröur eftir frásögn, sem þó slitrótt sé, er meö köflum furöu glögg. Þaö er sú saga, sem nokkuö er að byggja á. Og eins og saga allra þjóða, eiús og öll saga mannkynsins á liönurh tímum, er hún merkileg og þess verð að vera rétt skilin.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.