Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 17

Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 17
HEIMIR þá varð loftið varmt og ilmsætt. Úti kváðu á kofans þaki kátur spörr og rauðbrystingur. Lœkurinn fór líka að kveða, ioftið fyltist gróðurangan, kofinn íyltist ilm og angan. Og Segwun, hinn ungi gestur eygði fyrst við morgunljósið, þetta klaka-þrungna andlit. það var Peboan eða Vetur. Tárin runnu úr hans augum, eins og lækir renna úr vötnum og hann virtist alt af rýrna eftir því sem sól steig hærra, unz hann hjaðnaði út í loftið, unz hann hvarf í jörðu niður En þá fann hinn uhgi maður á arinhellu litla kofans, þar sem glóðin hjaðnað hafði hina fyrstu vorsins blómjurt, hina fyrstu fegurð vorsins fann þar Miskodeed í blóma. Þannig inni í aflands dölum, ■éftir þenna voðakulda, eftir þenna ógna vetur aftur vorið korr. með blíður, ótal fugla og allskyns plöntur, öll sín blóm og lauf og jurtir. Norður sigldu á svalans öldum, ■svifu í fiokkum líkt og örvar, sem af himnum sendar væru,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.