Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 23

Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 23
H E I M I R 287 Vilhjálmur í mylnunni. Saga eftir Robert Louis Stevenson. SLÉTTAN OG STJÖRNURNAR. Framhald. Fræöimennirnir segja okkur aö allar hættur farmannsins á sjónum, allir flutningar ætíkvísla og þjóöflokka fram og aftur, sem rugla fornsögu þjóöanna meö munnmcelum og hylja hana með rykmekki, hafi ekki stafaö af neinni flóknari orsök en nægta- og kröfu-lögmáli og eölishvöt til aö afla fæðu meö sem minstri fyrirhöfn. Hverjum sem hugsar vandlega um þetta mun finn- ast þessi útskýring hversdagsleg og leiöinleg. Þjóöirnar, sem komu aö austan og noröan, þó þær vœru knúðar áfram af öör- um að baki sér, voru laöaðar með undraáhrifum Suður- og Vesturlandanna. Óiöstýr þeirra haföi borist til þeirra; nafn Rómaborgar hljómaöi í eyrum þeirra; þeir voru ekki landaleit- endur, heldur pílagrímar; þeir feröuðust þangaö sem þeir fundu vín, gull og sólskin er. í hjörtum sínum þráðu þeir eitthvað ann- að' hærra. Hin guðdótnlega þrá, hin gamla hvetjandi óró mannkynsins, sem er orsök allra stórvirkja og mishepnaöra fyr- irtækja, sem breiddi út vœngi Ikarusar og sendi Kolumbus út á regindjúp Atlantshafsins, fyltt þessa hálf viltu þjóðflokka og gaf þeim þrek á þessum hœttuferðum þeirra. Þaö er til gömul munnmœlasaga, sem sýnir ntjög vel hugsunarhátt þeirra. Dá- lítill hópur mætti mjög gömlum manni meö járnskó á fótum. Hann spuröi þá, hvert þeir ætluöu; og þeir svöruöu allir meö einum rómi: “til Rómaborgar’’. Hann horföi á þá alvarlegur. “Ég hefi leitað borgarinnar lengi og víða’’, sagöi hann. “Þrem- ur járnskóm hefi ég slitið á þessu feröalagi og nú eru þeir fjórðu farnir aö þynnast undir iljum mér, og enn þá hefi ég ekki fund- iö þessa borg’’. Og hann snéri frá þeim, fór leiöar sinnar og skildi þá eftir undran'di.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.