Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 16
8
Matth. Jochumsson:
1IÐUNN
og volæði en þjóð vor á nú við að búa? Hvað er
það sem lægir eða fellir þjóðirnar? Það er heimsku-
leg oftrú og festa við gamlar kreddur. Þjóðir mega
ekki standa í stað. Og hvað er það, sem hefur upp
eða reisir þjóðirnar? Eru það ekki nýjar og hærri
hugsjónir — hugsjónir, sem þó aldrei eru nýjar,
heldur bergmál eða ómur Guðs eilífa orðs, sem á að
upplýsa hvern mann, sem í heiminn fæðist.
Hvað vakti fyrir þeim einkennilega, fjölhæfa gáfu-
manni, sem vér kveðjum hér í dag? Leyíið mér, þótt
mín ytri sjón sé orðin döpur, að líta 50 ár til baka,
því að sumt það, er þá var á dagskrá hér á landi,
sé ég enn sem verið hefði í gær.
Hið sama ár, sem ég lauk próíi við hinn lærða
skóla hér, kom piltur einn að austan, 14 ára að
aldri, allra sveina fríðastur sýnum og kurteisastur;
skyldi hann fá, og fékk líka, inntöku í skólann.
Piltur þessi vakti íljótt eftirtekt, því að öllum virtist
hann jafn-efnilegur sem hráðger. En enginn mun
liafa séð hvað i honum bjó, enda var hann hinn
háttprúðasti og liverjum öðrum hógværari í tali. í
það mund sóttu skólann nokkrir aðrir námspiltar,
er síðar urðu nreð mestu framamönnum lands vors,
og varð austansveinninn, sem hér ræðir um, hrátt
einn í þeirra hóp, og fór dável á með þeim. En að
þrem árum liðnum var Jón Olafsson orðinn blaða-
maður og ritstjóri, þjóðarinnar djarfasti »penni« og
nafnkunnur um land alt! Og nú eftir 50 ár stendur
sá unglingur mér fyrir hugskotssjónum eins og svip-
legur austanbylur, eins og vígahnöttur, eins og slór-
felt stjörnuhrap! Hann hafði slept skólanum af eig-
inni livöt, og stóð þar 17 ára, föðurlaus, umkomu-
laus, félaus, allslaus, en rilaði og ritaði eins og sá
sem vald hafði, ritaði sem ofurliugi og ofsamaður
og mest gegn valdhöfum landsins og þeirra ráðs-
mensku — ritaði svo, að vér vinir hans stóðum