Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 148
140
R. Kipling: Lisbeð.
| IÐUNN
»Ég ætla nú aítur til fólksins míns«, sagði hún,
»þið hafið gert út af við Lisbeð. Nú er hér að eins
dóttir Jade gömlu, dóttir fjallabúans og þerna.Tarka
Devi. Öll eruð þið lygarar, Englendingar«.
Prestskonunni brá heldur en ekki í brún, er hún
heyrði, að Lisbeð hefði snúist til átrúnaðar feðra
sinna, og er hún náði sér aftur, var stúlkan bak og
burt — og kom aldrei aftur.
Hún gekk inn í hinn óhreina þjóðflokk sinn með
slíkum ákafa sem vildi hún bæta fyrir þann tíma,
er hún hafði lifað utan hans, og nokkru síðar giftist
hún skógarhöggsmanni, er barði hana að fjallabúa-
sið, og fegurð hennar hvarf skjótt.
»Það er eigi það lögmál til að skýri dutlunga heið-
ingjanna«, sagði prestskonan, »og mér er nær að
halda, að Lisbeð hafi alt af verið heiðin í hjarta
sínu«. En sé þess gætt, að Lisbeð var eigi nema
fimm mánaða gömul, er hún gerðist meðlimur ensku
kirkjunnar, þá er þessi skýrsla naumast prestskon-
unni til sæmdar.
Lisbeð dó fjörgömul. Alt af talaði hún ensku ágæta
vel, og þegar hún var sæmilega drukkin, mátti stund-
um fá hana til þess að segja frá fyrsta ástaræfin-
týrinu sinu.
Það varð eigi auðveldlega séð þá, að þessi voteygi,
hrukkótti aumingi, öngu líkari en skorpnum fari-
bjór, hefði nokkurn tíma verið Lisbeð sú, er ólst
upp hjá trúboðanum í Kotgar.
[Bogi Ólafsson þýddi.]
Hljómbylgjan og sálin.
Hljómbylgjan helzt, þó að hljóðfærið brotni;
og sálin, — hún liíir, þótt likaminn rotni.