Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 160
152
Lord Avebury:
[ IÐUNN
að því, að of mikið sé i börnin Iroðið. Getur þetla
verið að því leyti rétt, að það sé of margvíslegt og
standi ekki í nógu nánu sambandi við lifið. Til eru
líka þeir menn, sem barma sér yfir því, að það sé
of dýrt að nema; en þeir athuga ekki, að í lífinu
verður mentunarskorturinn manni miklu dýrkeyptari
en mentunin. En þó öll börn vor fái nú nokkurn
veginn sömu mentun og sama uppeldi, getur leikið
mjög mikill vafi á því, hvort mentuninni sé hagað
eins og skyldi. Ég ætla ekki að fara lengra út í þá
sálma hér, en að eins taka það fram, að alt of lítil
áherzla virðist lögð i skólanum á hið siðferðislega
uppeldi barna og unglinga, og einn árangurinn af
því er sú siðferðislega hræsni, sem á sér stað í þjóð-
félaginu, meðal annars það, að ef menn ekki brjóta
bág við siðaboðin opinberlega, er maðurinn talinn
góður og gildur, þangað til alt kemst upp, ef það þá
kemst nokkru sinni upp. Menn geta lagst i óhóf og
allskonar lesti, ágirnd, sviksemi og taumlaust sjálf-
ræði, afla þessa svonefndu »þægilegu« lesti, sem virð-
ast styðja að vellíðan eða velgengni mannsins sjálfs*
en hafa altaf meiri eða minni bölvun í för með sér
fyrir aðra. Og alment er litið svo á sem vegur dygð-
arinnar sé örðugur, kosti manninn mikla sjálfs-
afneitun og geri eiginlega alt lífið að einni sjálfsfórn.
En þetta er þver öfugt við það, sem rélt er. Það er
svo langt frá því, að lösturinn veiti manninum óskorað
sjálfræði, að hinn siðferðislega vondi maður er á-
nauðugur þræll hinnar verstu harðstjórnar, sinna
eigin ástríðna. — Þá hugsa sumir ungir menn á þá
leið, að það sé eitthvað »karlmannlegt« við löstinn.
En það er svo langt frá því, að sérhver ístöðulaus
asninn getur verið löstum hlaðinn. En til þess að
vera dygðugur, verður þú að vera maður, og sá einn,
sem hefir fullan hemil og stjórn á sjálfum sér, er í
sannleika frjáls; hinn er þý lasla sinna og ástríðna.