Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 171
IÐUNN] Skotthúfan og hestskónaglinn. 163
logninu og baða sig í sólskininu?« spurði snúru-
staurinn.
»Æ, ekki held ég það; hlutverk mitt er nú annað
og meira í lífinu. Eg á að prýða höfuð sjálfrar frú-
arinnar«.
»Já, einmitt það, en þar verðurðu nú ekki eins
frjáls og þú yrðir hérna hjá mér«.
»Þú ætlar þó aldrei að fara að biðja mín, svona
ólitaðrar?« sagði skotthúfan og setli sig alla í hnút
utan um snúruna.
»Og sussu, sussu, nei, það liafa komið hingað álit-
legri jungfrúr en þú, og heíi ég staðið þær af mér«,
sagði staurinn kuldalega, og það marraði i honum
öllum.
Frúin tók húfuna inn um kveldið og litaði hana
daginn eftir.
»Ert þú langt að komin, frú mín góð«, spurði
hestskónaglinn, þegar frúin var búin að hengja hana
út á skúrþilið.
»Ég er nú ekki frú«, mælti skotthúfan, »en það er
nýbúið að lita mig, og nú á að setja á mig hólk á
morgun og binda við mig silkiskúf«.
»Mér sýnist þú bæði tignarleg og aðlaðandi eins
og þú ert«, sagði naglinn.
»Ekki veit ég hvort ég er beint tignarleg, en snotra
má sjálfsagt kalla mig«, ansaði húfan.
»Láttu mig um að dæma kvenfegurð. f*ú ert lang-
fegurst allra þeirra, sem hér hafa komið, og svo
nijúk, silkimjúk, að mér sýnist«.
»Það veit ég er nú ekkert skjall, því móðir frúar-
innar þæfði mig, og frúin sjálf margstrauk mig milli
lófa sér«, ansaði skotthúfan. »Sjálf veit ég, að ég er
silkimjúk, en þú hefir lítið af því að segja, meðan
ég hangi á þræðinum, sem frúin dró í mig og hengdi
mig upp á. Ég hefi ekki komið við þig enn þá«.
»Hefirðu tekið eftir, hvað hausinn á mér er stpr