Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 10
168 Hans Aanrud: Jólagestir. [ iðunn Ja, guð minn góður, hvað ætli móðirin sé að hugsa eða að gera á þessu augnabliki? — Skjálfandi höndum tók Katrin við barninu og lyW því í fang sér. — Þetta er stórt og fallegt barn, Rasmus. — — Rasmus þreit húfuna og bjóst til að ganga út. — Æ, lofaðu mér því, Rasmus, að vera ekki of lengi úti. Ég er svo hrædd. — En nú heyrðu þau gengið hægum skrefum inn göngin. Hurðarsnerlinum var snúið og há, fölleit kona kom inn: — Gott kvöld! — Hún staðnæmdist í skugganum við hurðina, svo að ekki varð séð, hver hún var; en bæði gömlu hjónin svöruðu dræmt og hykandi: — Gott kvöld! — Hún steig feti framar og mælti lágum rómi: — Mamma! — — í Jesú nafni, ert það þú, Ragnhildur! — Rasmus leit til barnsins og benti. Ragnhildur beygði höfuðið ofur hægt. — Má ég vera hérna, pabbi! — mælti hún svo undur hægt og hjálparvana. Hann krepti hnefana og steig fram á fótinn. En í sama bili hljóðaði barnið. Hendurnar hnigu máttvana niður með hliðunum- Svo strauk hann annari hendinni yfir ennið, brosti vandræðalega og sagði: — Nei, hvað gengur nú að þér, Katrin! Það eru komnir gestir og þú hefur alveg gleymt að kveikja á jólakertunum. Flýtt’ þér nú! Svo skal ég halda a litla stúf á meðan. — [Á. H. B. pýddi.]

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.