Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 10
4 Sigurður Guömundsson: IÐUNN frábreyttan því, er gat að líta upp undir óbygðum Norð- urlands. Hann segir af sjer sögu, er sýnir, að Hermann hefir ekki átt langt að sækja grandvarleik og grómlaust geð. Hann bað kaupmann einn láns til að byrja búskap í Brasilíu: »Jeg sagði honum« ritar hann, »að ef jeg dæi áður en jeg fengi ríkulega uppskeru af jörð minni, fengi hann ekki hið minsta aftur af láninu. Hann sagð- ist því heldur skyldu lána mjer, og svona hefði enginn sagt við sig fyrri*. Eru slíkar aðferðir jafn sjaldgæfar og þær eru vel fallnar til að afla sjer viturra manna trausts. En fáum var betur treystandi til að leita sjer á sömu lund lána heldur en syni þessa Brasilíufara, Her- manni jónassyni frá Þingeyrum. Hermann átti bróður, sem Hallgrímur hjet. Hann ljest í Hólaskóla sumarið 1882. Hafði hann þá um vorið lokið burtfararprófi á Möðruvöllum. Segir Þorvaldur Thoroddsen, er var kennari hans þar, að hann hafi verið »mjög vel greindur maður og hafði áhuga á nátt- úrufræðum«, og er slíkt síst ofmælt. Það sjest á lýsingu á eldgosinu á Mývatnsöræfuni 1875, er Hallgrímur hefir samið og Þorvaldur birtir í »Ferðabók« sinni.1) Er fá- gætt, að jafnungur maður hafi svo afburðagóð tök á lýsingum og máli, sem Hallgrímur haft hefir á fyrra ári Möðruvallavistar sinnar. Hermann Jónasson fæddist í Víðikeri 22. okt. 1858. Hann gat tekið undir orð Fornólfs, að „móöurhöndin mjúk og hlý, mönnum öllum kærri“, hefði löngum verið fjarri sjer á bernsku- og æskuárum. En eigi varð hann af slíku kaldlyndur, sem oft hefir þótt raun á verða um slíka útilegumenn. Á fjórða ári 1) Feröabók I., bls. 306 — 310.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.