Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 28
22 Sigurður Guðmundsson: IÐUNN uðu að honum, að þeim væri eigi til neins að fara með skreytni við sig. Hann telur miklu skifta, að rannsóknar- dómari eigi í vitum sínum þenna næmleika fyrir hugs- unurh annara (næmleika »fyrir hugskeytum« kallar Her- mann það). Giska má á, að Hermanni hafi, vegna reynslu sinnar í þessu þjófnaðarmáli, skilist nauðsyn á slíkum næmleik. Með næmri eftirtekt og skynjan á líkamlegum efnum varð hann þess var, að nokkuð var grunsamt í vasa þjófsins, og með næmleik fyrir því, sem fram fór í annars manns hug, varð honum grunur að raddblæ hans, svip og geði. Sú skarpvísi ein og hyggja, sem starfar ofan vitundar, gat ekki blásið honum í brjóst þeirri örygð, er sigur veitti í slíkri veiði, þótt eigi megi lítið gera úr aðstoð slíkra eiginleika. En þær einar gátu eigi sagt honum, að annað væri óhugsandi um völd á þessu peningahvarfi, en að þessi væri þjófurinn og eng- inn annar (smbr. og skoðun sýslumanns, er engin ástæða er um að ætla, að hugsað hafi nje ályklað skakt). Her- mann var í æsku fundvís og ratvís, skeikaði aldrei að rata, þótt hann væri »á ferð í glórulausum stórhríðum«. Þessi ósjálfráða ratvísi varð honum hjer að nokkru liði. Hermanni farast svo orð um þessa færni sína, að hann hafi verið »næmari fyrir taugaáhrifum en alment gerist«. Hann fann á sjer, ef eitthvað var á seyði í garð hans (smbr. »Dulrúnir«). Fjelögum hans tókst því aldrei að hrekkja hann. Svo hvass var þessi næmleikur hans eða þetta sjetta skilningarvit eða þessi hyggja neðan vit- undar, sem erfitt er að skýra og skilja. En hjer virðist mjer komið að einni megineigind í eðli hans. Það er nœmleikur, siðferðilegur og sálarlegur næmleikur, næm- leikur tilfinninga og skynjana. Hann er gæddur sama næmleika, sem mörgum góðskáldum og listamönnum er gefinn. En þessi eiginleiki var fjöltækari í Hermanni

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.