Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 58
52 Stgr. Matthíasson. ÍÐUNN honum suður til Afríku, stofna þar til Gorillaveiða og láta nú yngja sig óspart upp allir saman. Lenda þeir þar syðra í margskonar æfintýrum og glæfraferðum og koma síðan tíelleftir heim aftur og giftast ungum heima- sætum. Austurríski líffræðingurinn Steinach (próf. í Vínar- borg) hefir líkt og Voronoff gert fjölda margar tilraunir á dýrum til að rannsaka kynskirtlana. Hann hefir fundið að innrenslissafi kynskirtlanna myndist í hinum svonefndu Leydigs-frumum hinna karllegu kynskirtla. En í eggja- kerfunum eru það tilsvarandi frumuhópar af ýmsri gerð (corpus-lutein-frumur, theca-lutein-frumur), sem valda innrenslinu. Þessir frumuhópar kynskirtlanna liggja utan við hinn eiginlega kirtilvef, þann er framleiðir sæði og egg. Líkt og Voronoff, hefir Steinach sýnt, að hægt er að skifta um kynskirtla í karldýrum og kvendýrum, og gefa þannig karldýrinu ýms kvenkyns-einkenni og kvendýrinu aftur ýms karlkyns-einkenni. Ennfremur hefir hann fram- leitt viðrini með óákveðnum kynferðis-tilfinningum með því að gróðursetja kynskirtil úr karldýri að auki í kvendýr. Til eru bæði karlar og konur, sem hafa mjög óákveðn- ar kynferðishvatir. Og til eru einnig bæði menn og kon- ur, sem að ytra útliti sýnast vel sköpuð en hafa þó kynferðishvatir gagnstæðar skapnaði sínum. Ennfremur eru manneskjur sem að skapnaði hafa tvennskonar skapnað (viðrini) og annaðhvort óákveðna kynferðistil- finningu eða aðra nokkru þroskaðri en hina. Alt þetta óeðli er samkvæmt rannsóknun Steinachs og fleiri vís- indamanna, að kenna því að hormón-vefur kynskirtlanna er misjafnlega þroskaður eða af tvennu tagi í sama ein- stakling. Weininger o. fl. hafa haldið fram þeirri skoðun, að í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.