Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 80
74 Ritsjá. IÐUNN hlutgeng í bókmentum hverrar þjóðar, sem væri. Úr því að Frakkar þóttust af Marguerite Audoux, ættum vér Islendingar að mega þykjast af að eiga slíkar konur, og þá menningu, sem þær eru runnar upp af. Þá er ekki ógaman að gera sér grein fyrir, að þær systur eru komnar úr einhverju mesta menningarhéraði íslands að fornu og nýju, Breiðafirði, og af alkunnri ætt skálda og gáfu- manna, en Kristín Sigfúsdóttir úr héraði, sem hefir ekki haft neitt orð á sér fyrir alþýðumenningu né bókmentir, en er nú ef til vill að komast fram í fylkingarbrjósf. II. Um ljóðmæli þeirra systra hefir verið svo mikið og vel skrifað, að litlu þarf við að bæta. Þó skal eg gera grein fyrir einu atriði, sem mér þykir gefa bókinni sérstakt gildi. Hún er ekki nema ofurlítið brot. Sum skáld yrkja kvæði, sem eru meiri en menn- irnir. Þau skjóta sinni síðustu ör og seilast út á þekjuna eftir atföngum. En lesandinn finnur ósjálfrátt, að þar er ekki „gnótt inni fyrir". En hvað eru þessi ljóðmæli? Tækifæriskvæði og stökur, ort við dagleg störf, stundum eftir annara tilmælum, en sýna þó altaf, að af nógu var að taka. Síðan rispuð upp eftir minni á fá- einum vikum, þegar til orða kom að gefa þau út. Eg veit, að vísur hafa gleymst úr sumum kvæðum, og eg er viss um, að mörg kvæði hafa ekki komið í leitirnar í þetta sinn. Þó er þetta smá- ræði í samanburði við öll ókveðnu kvæðin, sem atvikin hafa ekki leyft að fæðast. En mér finst öll gleymdu og ókveðnu kvæðin standa bak við þau prentuðu og auka áhrif þeirra og gildi. Og þá er ekki minna um hitt vert, að skáldskapurinn er ekki nema eitt af mörgu, sem merkilegt er í fari þeirra systra. Þær éru miklar konur að dáð og mannviti, Iífið hefir látið þær fá hlut sinn full- keyptan, svo að ekki er furða, þótt af ærinni reynslu sé að miðla. Og þær eru fróðleikskonur svo miklar, bæði á mannfræði, þjóð- sagnir og bókmentir, að þeim myndi ekki veita örðugt að leggja á því sviði til efni í fleiri en eina bók. En svo lítið brot, sem þessi bók er af auðlegð þeirra systra, er ekki neinn kostur þess að benda hér á öll bestu kvæðin né til- færa sýnishorn af þeim. En það er óhætt að fullyrða, að sumar þulur Ólínu, kvæði eins og „Svarað bréfi“, „Til næturinnar" og fjölda margar 'af vísum þeirra beggja systra verði áður en langt um líður á hvers manns vörum. Þessa bók leggur enginn frá sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.