Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 82
76 Ritsjá. IÐUNN Oftast svellin örlaga illum skellum valda, fyrir brellum freistinga fáir velli halda. * * * Lífið þó mig leiki grátt löngum ber ég geðið hátt, en horfa á aðra eiga bágt engan hef ég til þess mátt. Hvín í hnúkum helfrosnum, hrannir rjúka á firðinum, ligg ég sjúk af leiðindum, læt þó fjúka í kviðlingum. Það er hægara að finna nóg af slíkum vísum í bókinni, heldur en hætta að tilfæra, þegar maður er kominn á stað. III. Við síðdegisskemtan hér í bænum fyrir tæpum tveim árum heyrði eg frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur lesa upp söguna um kaupstaðarferð Qunnu í Dal. Þá heyrði eg Kristínu Sigfúsdóttur nefnda í fyrsta sinn. Eg sat sem steini lostinn undir þessari frá- sögu eftir norðlenska sveitakona, sem gerði hversdagslegustu at- burði nýja og heillandi og fataðist hvergi tök á list og stíl. Síðan las eg alla söguna um Gunnu í Dal og aðrar fleiri í handriti, og varð ekki fyrir vonbrigðum. Nú eru þær komnar út og einni núrri bætt við, sem ekki er síst. „Gunna í Dal“ er saga um fátæka og viðkvæma stúlku, sem verður að bráð fyrsta flagaranum, sem lítur hana girndarauga. Faðir hennar þröngvar manninum til þess að kvænast henni og hjónabandið verður kalt og gleðisnautt. En ást Guðrúnar er heil og skilyrðislaus, og hún virðist ætla að sigra að lokum, þegar sorgin og skömmin hafa brætt kuldagervið af Jóni. Að vísu má efast um í þessari sögu og annari, sem f bókinni er, „Gömlu hjónin", hvort sáttin og eindrægnin sé annað en geðbrigði, hvort alt muni ekki sækja aftur í sama horfið. En svo er í raun og veru um allar sögur, sem enda vel. Urslita-endir sögu er ekkert,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.