Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 83
ÍÐUNN Ritsjá. 77 nema dauðinn. Alt líf má búast við, að verði barátta. En hér er sýnt, að nóg sé af góðum og heilbrigðum öflum til þess að halda uppi baráttunni, og þá skilur skáldið við persónur sínar. Hér er heldur ekkert undan dregið. Kulda og kæruleysi ]óns og smámun- um þeim, sem mynduðu gjá milli gömlu hjónanna, er Iýst með fullri djörfung og skarpri athugun. Trú Kristínar Sigfúsdóttur á sigur hins góða er ekki fengin né varðveitt með því að loka aug- unum fyrir því, sem ilt er, né gera sér glýju í augu, svo að alt renni í eina móðu, ilt og gott. Ljómandi smásaga er „Birta", nýjasta sagan í bókinni. Þar er lýst aðfangadagskvöldi á sveitabæ, þar sem illviðri, annríki, þreyta og áhyggjur leggjast eins og mara á heimilisfólkið. Enginn hefir þrek til þess að hrista þetta af sér, og samt þrá allir jólagleðina. Niðursetan í rúminu er svo skapstygg, að hún stuggar yngstu dóttur hjónanna frá sér, þegar hún kemur að sýna jólakertið sitt. En þegar tárin koma í augu litlu stúlkunnar, iðrast gamla konan og talar vingjarnlega til hennar, og barnið gefur henni jólakertið sitt í gleði sinni. Þetta er eins og rof á skýjaþykkni. Sól og sunn- anvindur streyma þar inn og gera heiðan himin áður en varir. Frá barninu og karlæga aumingjanum streymir gleði og guðs blessun yfir alt heimilið. Inn í þetta er svo ofið sögu gömlu kon- unnar, sem hafði fært þá fórn að afneita ást sinni frammi fyrir manninum, sem hún unni og unni henni, til þess að gera líf hans með þeirri konu, sem hann neyddist til að eiga, léttara og heilla. Svo að hér er líka skift hæfilega skugga og birtu, og engin hætta á, að sagan verði of fjarri reyndinni. Enn verð eg að geta sögunnar „Æskudraumar", um Alfdísi í Hvammi, sem fer til hlutaveltu á sumardaginn fyrsta, festir ást á pilti, sem hún getur aldrei fengið að njóta, og hiýtur ekki annað hnoss á hlutaveltunni en gömul spangagleraugu, eins og þau sem amma hennar ber. Hún hafði ætlað að ráða framtíð sína af drætt- inum, en hvernig gat hún það ? Hún sér það, þegar hún kemur heim, og henni skilst í fyrsta sinn, að amma hennar hafi farið ’á mis við það, sem hún þráði heitast í æsku sinni. Hún á að líta á lífið sömu augum og ömmur hennar og ættmæður, ekki þrá og syrgja, heldur vinna og gefa! Það er ekki mikið, sem ber við í þessari sögu, en hún opnar útsýn yfir ótalin örlög og atburði allra tíma. Kristín Sigfúsdóttir ritar óbrotið og kjarngott íslenskt sveitamál,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.