Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 86
80 Ritsjá. IÐUNN Ljóð Sigurðar Sigurðssonar (Ljóð eftir Sig. Sig. frá Arnarholti. Onnur útg. aukin. Rvík 1924. Mynd höfundarins) og Páls Ardals (Páll J. Árdal: Ljóðmæli gömul og ný. Akureyri MCMXXIII. Tvær myndir af höf.). Hvorugur þessara manna verður talinn til höfuðskálda, en báðir eru vel hlutgengir. Sig. kveður Iítið og fá- breytilega, en vel og kröftugt. Kennir nokkuð átakanna og dregur úr gildi kvæðanna. En stórum vinsæl er bók hans og verður það áfram vafalaust. Páll kveður allmikið, og langbest þegar hann velur sér einföldustu viðfangsefnin. Hin stærri kvæðin fara flest í mola eða í froðna götuslóða. En stökur hans og ýms smákvæði í gamni og alvöru eru meistaraverk. Er eftirtektarvert hvílíkur ein- stakur formsnillingur Páll er. Hygg eg að varla finnist einn smíða- galli í allri bókinni, en margt með snildarbragði. Þótt ekki sé meðal ljóðabóka vil eg skjóta þv! hér inn í, að Páll hefir gefið út eftir sig stutt Ieikrit, Happið (Páll J. Árdal: Happið, gaman- leikur í einum þætti. Prsm. Bj. ]. Akureyri), smellinn og gaman- saman leik, sem vafalaust fer vel á leiksviði og vekur víða ósvik- inn hlátur. Er hann allur lipurt skrifaður og kryddaður fjölda góðra og hnittilegra tilsvara. Þá er hér loks alveg ný ljóðabók eftir nýjan höf.: Orn Arnar- son: Illgresi. Man eg enn hve undrandi eg var er mér bárust fyrir nokkrum árum fyrstu kvæðin eftir Orn Arnarson handa tíma- riti því, sem eg var þá ritstjóri að. — Nú er komin eftir hann heil bók, og hvað sem um bókina verður annars sagt, þá er það víst, að hún er hvorki bragðdauf né bjálfaleg. Orn er glöggskygn á bresfi mannlífsins og ótrúlega höggviss að hifta þar sem hann vill og sárast svíður. Má vel vera að sumt af beiskyrðum hans hneyksli einhverja. En Iangt er þó frá að öll Ijóð hans gangi út á það. Græskulaust gaman er öðrum þræði og falleg, ádeilulaus kvæði. Og alt er þetta fram sett með einstakri lipurð í kveðandi og næmum smekk í orðavali. Lærast fá kvæði jafn fljótt og hans, og veldur því hin syngjandi lipurð. Mér virðist svo, að séu 2—3 smákvæði frá tekin, þá beri hvert einasta kvæði í bókinni ótvírætt skáldamark á sér. Bókin er Iagleg að frágangi og hlýtur að verða mikið lesin, enda á það fullkomlega skilið. M. 7- Leiðrétting. I síðasía árg. bls. 305, 4. línu, er prentað: »kysti æginn*, en á að vera: gisti æginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.