Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 70
148 ]ón Björnsson: IÐUNN að jafnaði ekki til lands fyr en komin var full lest skipsins. I þetta skifti vorum við rúma viku að fylla skipið. Og þá var ekki annað fyrir hendi, en að halda til lands, inn á Eyri, afferma, taka fómar tunnur, salt og annan útbúnað og leggja út að'nýju. Mér er minnisstæð innsiglingin í þefta sinn. Ekki man eg þó best eftir bláum fjarðarfaðminum, sem breiddi sig móti okkur hafförunum, ekki eftir svellandi voðun- um í svalkaldri hafrænunni eða brimhvítum fossinum undan brjóstum skipsins, sem nú risti djúpt og seig þungt í hvern öldudal; ekki heldur eftir mjallhvítum máfa- og skeglu-hópunum, sem fylgdu okkur alla leið utan af hafi eins og tryggir förunautar. Nei. Eg man best eftir Kéla — þessu unga, fallega trölli, sem æddi í vitlausri ærslakæti um alt skipið, setti gamla, þreytta karlana í blossandi hlátursbál og alt, sem ekki var ríg- neglt og þrælbundið, úr skorðum. Hann réði auðsjáan- lega ekki við sig — varð að hafast eitthvað að. Þegar hann hafði tæmt allan hlátur úr skipverjum, þreif hann til nokkurra fullra síldartunna, sem stóðu á þilfarinu, lék sér að þeim eins og brennivínskútum, tók þær upp á bringu, setti þær upp á botninni hver á annari og annað svipað, sem venjulega þurfti tvo eða þrjá menn til að framkvæma. Þegar loksins varð hlé á þessum jötun-ærslum hans, gekk eg til hans þar sem hann stóð við kappann, heit- ur, rjóður og másandi, með nakið brjóst og handleggi, brosleitur og til í alt, og spurði hann, hvort hann væri orðinn vitlaus. — Eg er að leika mér, drengur, svaraði hann og hló. Eg þóttist nú vera orðinn alvörugefinn og reyndur sjómaður og sagði því þurlega:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.