Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Síða 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Síða 70
148 ]ón Björnsson: IÐUNN að jafnaði ekki til lands fyr en komin var full lest skipsins. I þetta skifti vorum við rúma viku að fylla skipið. Og þá var ekki annað fyrir hendi, en að halda til lands, inn á Eyri, afferma, taka fómar tunnur, salt og annan útbúnað og leggja út að'nýju. Mér er minnisstæð innsiglingin í þefta sinn. Ekki man eg þó best eftir bláum fjarðarfaðminum, sem breiddi sig móti okkur hafförunum, ekki eftir svellandi voðun- um í svalkaldri hafrænunni eða brimhvítum fossinum undan brjóstum skipsins, sem nú risti djúpt og seig þungt í hvern öldudal; ekki heldur eftir mjallhvítum máfa- og skeglu-hópunum, sem fylgdu okkur alla leið utan af hafi eins og tryggir förunautar. Nei. Eg man best eftir Kéla — þessu unga, fallega trölli, sem æddi í vitlausri ærslakæti um alt skipið, setti gamla, þreytta karlana í blossandi hlátursbál og alt, sem ekki var ríg- neglt og þrælbundið, úr skorðum. Hann réði auðsjáan- lega ekki við sig — varð að hafast eitthvað að. Þegar hann hafði tæmt allan hlátur úr skipverjum, þreif hann til nokkurra fullra síldartunna, sem stóðu á þilfarinu, lék sér að þeim eins og brennivínskútum, tók þær upp á bringu, setti þær upp á botninni hver á annari og annað svipað, sem venjulega þurfti tvo eða þrjá menn til að framkvæma. Þegar loksins varð hlé á þessum jötun-ærslum hans, gekk eg til hans þar sem hann stóð við kappann, heit- ur, rjóður og másandi, með nakið brjóst og handleggi, brosleitur og til í alt, og spurði hann, hvort hann væri orðinn vitlaus. — Eg er að leika mér, drengur, svaraði hann og hló. Eg þóttist nú vera orðinn alvörugefinn og reyndur sjómaður og sagði því þurlega:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.