Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 5

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 5
IÐUNN Þjóðarfrægð. 163 farið að prenta bækur og hve tiltölulega mikið var prent- að, þrátt fyrir það, hve afskekt landið var og kjörin bág. Hann minnir á framfarirnar, sem hér hafi orðið á síð- ustu öld í ýmsum atriðum menningarinnar, að ísland hafi á þeim tíma átt merka fræðimenn og aðrir, sem af íslenzku bergi voru brotnir, svo sem Thorvaldsen og Vilhjálmur Stefánsson, getið sér frægð; að dánartalan hafi lækkað stórum, að Islendingar hafi komið á skyn- samlegum lögum um ellistyrk, að landið eigi allskonar skóla, þar með háskóla, er Frakkar, Þjóðverjar og Danir hafi átt sendikennara við; að hér séu ýmisleg fræði- félög, er gefi út merkar bækur; að alþýðumentun sé góð og að börnin læri að lesa og skrifa heima; að lestrarfýsn alþýðu sé mikil; að kynsjúkdómar hafi aldrei náð að útbreiðast hér að ráði o. s. frv. Og alt þykir honum þetta því merkilegra sem alþýða manna hafi jafnan verið fátæk og lengstum lifað í verstu hreysum. Eg býst við að þetta láti nú alt vel í eyrum vor ís- lendinga og að oss þyki vænt um að sjá svo fagra spegilmynd af íslenzkri þjóð í riti þessa manns, er sjálf- ur hefir farið um allar álfur og hefir svo furðanlega útsýn yfir sögu og eðli kynkvíslanna. En það, sem mér finst mest um vert, og það, sem eg vildi sérstaklega beina athyglinni að, það er mælikvarðinn, sem hann leggur á oss. Mér finst vér verðum að gera oss Ijóst, hvort sá mælikvarði er réttur, því að sé hann rangur, þá verður þessi dómur um oss ekki mikils virði. Sé mælikvarðinn hins vegar réttur, þá erum vér skyldugir að nota hann sjálfir, þegar vér viljum gera oss grein fyrir, hvers virði vér séum og framkvæmdir vorar hvert skiftið. Eins og vér sáum, spyr Huntington fyrst um það, hve mikið sé um þjóðina ritað og hve margir af sonum

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.