Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 49
IUÐNN Myndir af Friöfinni Guöjónssyni, leikara. 207 Aths. Út af þessu síðasta verð ég náttúrlega að biðja lesendur Iðunnar að segja engum frá því, sem þar er í trúnaði sagt. M. J. Sú nótt hún er löngu liðin. Sú nótt hún er löngu liðin sem leiftur í blágeyms hyl þá fór um mig fagnaðaraldan, sem fæddist við hjarta þíns yl. Þér líklega er gleymd fyrir löngu sú ljómandi tunglskins nótt, en eg hefi árurn saman minn unað til hennar sótt. * * * — Við liðum svo létt í dansi; þá logaði æskunnar fjör. Þinn svipur var hýr og heiður og heillandi bros á vor. Þitt hár straukst mér hlýtt um vangann, því hugur minn gleymt ei fær; það var bjart — eins og maí-morgun og mjúkt eins og júní-blær. Þó öllu öðru ég gleymdi í augu þér er ég sá,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.