Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 49
IUÐNN Myndir af Friöfinni Guöjónssyni, leikara. 207 Aths. Út af þessu síðasta verð ég náttúrlega að biðja lesendur Iðunnar að segja engum frá því, sem þar er í trúnaði sagt. M. J. Sú nótt hún er löngu liðin. Sú nótt hún er löngu liðin sem leiftur í blágeyms hyl þá fór um mig fagnaðaraldan, sem fæddist við hjarta þíns yl. Þér líklega er gleymd fyrir löngu sú ljómandi tunglskins nótt, en eg hefi árurn saman minn unað til hennar sótt. * * * — Við liðum svo létt í dansi; þá logaði æskunnar fjör. Þinn svipur var hýr og heiður og heillandi bros á vor. Þitt hár straukst mér hlýtt um vangann, því hugur minn gleymt ei fær; það var bjart — eins og maí-morgun og mjúkt eins og júní-blær. Þó öllu öðru ég gleymdi í augu þér er ég sá,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.