Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 3
iðunn
Um annað líf.
The discovery of the interstellar
transfer and transmission of forms
of vital energy, will mean the begin-
ning of real Iife in this planet.
Úr bréfi.
I.
Fyrir margþætta rann-
sókn, hefi jeg komist að
vitneskju um, að eftir dauð-
ann flytja menn á aðra
stjörnu og fá þar nýan
líkama; og síðan jeg vissi
þetta, hefir það verið aðal-
áhugaefni mitt að fá menn
til þess að eiga með mjer
þessa nýu þekkingu í líf-
fræði. Því að hjer ræðir
um vísindalega þekkingu,
hreina náttúrufræði, og jeg
segi það hiklaust fyrir, að
þessi nýa líffræði, mun
gjörbreyta öllum högum
mannkynsins, einsog hin mesta þörf er á, en vitanlega
ekki fyr en menn vilja færa sjer hana í nyt. Og ef ekki
rætist það sem hjer er sagt, þá bið jeg að mín verði
minst sem þess manns er ógreindastur hafi' verið allra
þeirra er lagt hafa stund á náttúrufræði og heimspeki.
Það hefði mátt fá sjer auðveldara starf en að koma
fram þessu máli sem jeg hefi hjer vikið að, og hefi jeg
Iöunn X. 6
Helgi Pjeturss.