Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 62
140 Tryggvi Sveinbjörnsson: rætt í það sinn, eins og sakir stóðu, þar sem vígbún- aðurinn þá var á hæsta stigi. Árangurinn af 3. Haag- fundinum átti aðallega að verða sá, að víkka starfssvið gerðardóms þess, sem stofnaður var með sáttmálanum 29. júlí 1899 í Haag. Til var ætlast, að dómstóllinn næði þeim þroska og því valdi, að geta skorið úr mál- um rjettar- og stjórnarfarlegs eðlis, annaðhvort með dómi eða sætt, en á gerðardóminum var sá annmarki, að deilumál, er snertu lífshagsmuni eða sjálfstæði samn- ingslandanna, voru undanskilin skuldbundinni gerð (sbr. t. d. auglýsingu nr. 39, 25. nóv. 1912 um gerðarsamning milli Danmerkur (íslands) og Belgíu). Þessi annmarki hefir loðað við flestalla gerðardómssamninga, og þeir því ómegnugir þess að afstýra styrjöld. Fyrsti undantekn- ingarlausi gerðardómssamningur var gerður milli Dan- merkur og Hollands árið 1912 og nú eru norrænu ríkin, að Islandi undanteknu, að gera með sjer, og hafa þegar gert sum, gerðardómssamninga, er ná til allra máia, hvers eðlis sem eru. Sjálfsagt virðist að ísland gangi að svona samningum við hin Norðurlöndin. Vfir höfuð að tala, er hin nýja gerðardómshugmynd, sem sje án und- antekninga, að ryðja sjer til rúms í heiminum. Styrjöldin mikla byrjaði í ágúst 1914. Fallbyssudun- urnar yfirgnæfðu veikar raddir friðarsinna. Friðarhug- sjónin var þó ekki algerlega úr sögunni. Það leit meira að segja út fyrir, að skelfingar stríðsins hefðu aukið henni megin. Á meðan vígvöllurinn flaut í blóði, voru stofnuð félög, er settu sjer það markmið, að koma nýju og fastara skipulagi á alþjóðarjettarreglur en verið hefði, þegar friðurinn yrði saminn (t. d. Centralorganisationen for varig Fred, Union og Democratic Control, og League to Enforce Peace, o. fl.). Þrjú af Norðurlöndum (Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð) settu nefndir á stofn árið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.