Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 67
IÐUNN Fálkinn. 389 saman um þá vissu, að þessi gömlu Iög hefðu aldrei verið úr gildi numin. Lögin kváðu svo á, að sá, er stæli fálka með merki riddara á fæti, skyldi gjalda í bætur tólf aura silfurs eða tólf lóð af holdi, sem sveltur rán- fugl skyldi kroppa af rifjum sökudólgsins. Og herra Enguerrand var kunnugt um fátækt Ren- auds, og horfði á nakið, brúnt brjóst hans, rétti út hönd- ina og þuklaði kæruleysislega á því. Síðan gerði hann mann til nágrannahallarinnar, sem skaut tindóttum þök- um upp úr skóginum, og bauð hirðstjóranum og dætr- um hans báðum að sækja sig heim eftir þrjá daga og sjá nokkra fálka fljúga, þegar þau með návist sinni hefðu aukið á hátíðarbraginn yfir refsingu fálkaþjófs, sem gripinn hefði verið — og hann bað þau að koma fyrir dögun. Augu Renauds höfðu víkkað út í myrkri dýflissunnar, þau voru svört og skínandi, og sjáöldrin drógust hægt og hægt saman og lýstust, þegar þau spegluðu skýja- slifrin á austurloftinu og sólina, sem var að koma upp. A bak við herra Enguerrand var íslenzki fálkinn bor- inn, með klærnar læstar í hanzkann og hettu dregna fyrir vakandi, hungruð augu, sem ekki höfðu séð mat í þrjá daga. En lengra að baki bylgjaðist litafylking, sem logaði og brann: sex hvítir hestar, sem sýndust næsfum bláir í árbjarmanum, voru leiddir fram á harðastökki, af svein- um; rauðir pelldúkar hófust upp af hringuðum mökkun- um; rauður var vagninn, sem þeir drógu, og inni í hon- um skein gullið með höfugum ljóma á ósnortnum brjóst- um og grannvöxnum handleggjum hirðstjóradætranna. Sex þjónustumeyjar riðu á eftir, með kornbjart hár og oddmjóa fætur, sem iðuðu undir kyrtilföldunum; sex veiðimenn léku Iög, sem virtust danza og skoppa út úr Iöunn XIV. 26

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.