Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 11
Kirkjuritið. FORSETAR KIRKJUFÉLAGSINS. Fjórir menn hafa verið forsetar Kirkjufélags Vestur- íslendinga þau 50 ár, sem það hefir verið til, og allir ágætismenn. Ég hefi verið i náinni samvinnu við þá alla og haft gott lækifæri til að kynnast þeim og því mikla erfiði, sem þeir hafa á sig lagt i þarfir Kirkjufélagsins, í viðbót við störf sín sem þjónandi prestar, og hefir sú viðkj'nning orðið til þess, að auka mér virðingu fyrir þeim og hlýhug til þeirra. — Ritstjórn Kirkjuritsins þótti vel við eiga, að sýna lesendum sínum myndir af þeim á þessum tímamótum i sögu landa okkar vestan hafs, og liefi ég tekið að mér að láta nokkur orð fylgja þeim myndum. Jón Bjarnason var kosinn forseti Kirkjufélagsins, þeg- ar það var stofnað, 1885, og liélt því embætti þangað til hann var leystur frá þvi samkvæmt ósk sinni 1908, eða 23 ár, enda var hann talinn sjálfkjörinn foringi sakir vitsmuna sinna og mannkosta. Hann var fæddur að Þvottá i Suður-Múlasýslu 15. nóv. 1845. Guðfræðiprófi lauk hann við prestaskólann í Reykjavík 1869, og vigðist sama ár aðstoðarprestur föð- ur síns, séra Rjarna Sveinssonar að Stafafelli í Lóni. Árið eftir á afmælisdag sinn kvæntist hann Láru, dóttur Péturs Guðjohnsens, dómkirkjuorganista, sem var hin ágætasta kona í alla staði og manni sínum ómetanleg hjálp í starfi hans; hún andaðist í Winnipeg sumarið 1921. Eftir þriggja ára dvöl í Reykjavík fóru þau hjón- in til Vesturheims árið 1873, og var séra Jón nokkur ár við kenslu og hlaðamensku i Bandaríkjunum, en tók •svo að sér prestsþjónustu hjá löndum sinum i Nýja ts-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.