Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 14
232 Friðrik Hallgrímsson: Kirkjuritið. prestaskólann i Chicago vígðist hann 1893, þjónaði 1894 1914 islenzku söfnuðunum í Minneota í Minnesota- ríki og nágrenni þess hæjar, en tók svo við embætti séra Jóns Bjarnasonar í Winnipepg að honum látnum og þjónar því enn. Hann liafði á hendi ritstjórn sunnudagaskólablaðs, er nefndist „Kennarinn“, 4 ár, og 2 ár gaf hann út ásamt öðrum manni blað, er nefndist „Vínland“; ritstjóri „Sam- einingarinnar“ var hann 1914—1932, en Iiafði áður að- stoðað séra Jón Bjarnason við ritstjórn blaðsins allmörg ár. Prestafélag íslands gaf út 1933 hók eftir hann, er nefnist „Guðsríki". Hann er heiðursdoktor i guðfræði, riddari Fálkaorðunnar, og héfir haft ýms opinber trún- aðarstörf á hendi. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Stefánsdóttir, en seinni kona hans er Ingiríður Johnson. Níels Steingrímur Thórl'áksson var forseti 1921—1923. Hann er fæddur að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði i Suður-Þingeyjarsýslu 20. janúar 1857, fluttist vestur um haf 1873, gekk þar í mentaskóla, en fór svo til Noregs og las guðfræði við háskólann í Kristianiu, fór aftur vest- ur 1887 og vigðist, jijónaði fyrst íslenzku söfnuðunum í Minneota og nágrenni, en siðan söfnuðinum i Selkirk i Manitoha, þar til liann haðst lausnar fyrir fám árum. Hann annaðist nokkur ár ritstjórn sunnudagaskóla- blaðs, og seinna barnablaðs, er nefndist „Börnin“, og eftir það unglingablaðsins „Framtíðin“. Hann er skáld- mæltur og hefir ort nokkra sálma. Séra Steingrím- ur er kvænlur norskri konu, Eriku Rynning. Þegar hann lét af fastri prestsþjónustu, fóru þau lijónin til Japan i kynnisför til sonar þeirra, séra S. Octaviusar Thor- laksson, sem þar er kristniboði og hingað kom lieim i kynnisför ásamt konu sinni 1931. Séra Steingrímur er ern, þó að hann sé liátt kominn á áttræðisaldur, enda hefir hann altaf fjörmaður verið og glaðlyndur, og síð- asta árið hefir hann aðstoðað tengdason sinn við messu- flutning i hinu viðlenda jjrestakalli hans.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.