Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 18
236 Páll Sigurðsson: Kirkjuriti'ð. um afstöðu til verðmæta lífsins, einkum í fjármálum og fé- lagsmálum. Þetta stríð útheimtir, að sérhver trúarleg af- staða til verðmæta lífsins leggi tafarlaust niður allan inn- byrðis vopnaburð, og gangi fylktu liði fram til sóknar og varnar sérhverju því, sem rétt er frá sjónarmiði guðs- ríkishoðskapar Krists. Er þess að vænta, að Kirkjufélagið eigi eftir að leysa hér af hendi mikilvægt starf fram- vegis, til blessunar öldum og óhornum. En að starfsemi Kirkjufélagsins hefir orðið arðberandi og hlessunarrik fyrir þjóðarbrotið vestan hafs, byggist á því, að Kirkjufé- laginu hafa verið sendir ágætir foringjar. Prestar Kirkjufélagsins hafa æfinlega verið áhugasamir og ötulir kirkjunnar þjónar; eru þeir lifið og sálin hver i sínum söfnuði. Vil ég hér sérstaklega minnast hins dug- andi, núverandi forseta Kirkjufélagsins, séra Kristins K. Ólafssonar. Hann þjónaði Dakóta-söfnuðunum, ásamt mér, á mínum árum vestra, meðan leiðirnar voru ennþá aðskildar. Stóðum \ið þá oft á öndverðum meiði, og sitt sýndist hvorum. En er saman dró, var hann manna fús- astur til að rétta fram sína öflugu bróðurhönd; og var það meðal annars fyrir tilstilli lians, að um samleið gat verið að ræða. Þegar litið er yfir starfsemi Kirkjufélagsins i hálfa öld, verða það þó einkum þrír foringjar, sem gnæfa yfir. En það eru þeir séra Jón Bjaniason, séra Friðrik J. Bergmann og séra Björn B. Jónsson; tveir hinir fyr- nefndu dánir, en hinn þriðji enn á lifi. Eru þeir allir þektir hér heima. Um séra Jón segir Þórhallur Bjarnason biskup: „Það hefir varla annar maður íslenzkur, að Jóni Sigurðssyni fráskildum, þessa síðustu mannsaldra haft jafn mikla leiðtoga hæfileika og séra Jón Bjarnason“. Séra Jón var maðurinn með hið hreina, guðelskandi hjarta. Séra Friðrik tel ég einnig liafa unnið Kirkjufélaginu hið þarfasta verk. Og nú á það þvi láni að fagna að eiga enn hjá sér séra Björn, sem hefir viljað sameina í sjálfum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.