Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Minningar vestan um liai’. 237 sér þetta tvent: Hið guðelskandi lijarta séra Jóns, og víð- sýni — hina hjartsýnu og þróttmiklu trú séra Friðriks. Hið mikilvæga starf liefði Kirkjufélagið ekki leyst af hendi án afreksverka þessara ágætu foringja sinna. Og þó hefði jafnvel það náð skamt, liefði liðsmennina vantað. Hið mikilvæga starf Kirkjufélagsins er síðast, en ekki sí/t, þvi að þakka, að því liafa valist öflugir liðsmenn. I->að er safnaðarfólkið, sem horið hefir hita og þuiiga dagsins. Þetta fólk er alt sjálfhoðar. Því hefir aldrei verið boðið út af ríki og stjórn. Það hefir af fúsum og frjáls- um vilja boðið sig fram sjálft til starfsins, og æfinlega haldið þvi við af mestu rausn. Þetta fyrirkomulag er Kirkjufélagsins stóri styrkur. Öflugum liðsmönnum var á að skipa, sem bezt reyndust, er á reyndi. Minnist ég æf- inlega með aðdáun margra slíkra í söfnuði mínum, þó að ég gefi ekki um að nefna nöfnin hér. í þessu sambandi ber þó að minnast tveggja núlifandi ágætismanna, sem öðrum fremur hafa styrkt Kirkjufélagið með ráðum og dáð. Eru það hinn mikilhæfi læknir í Winnipeg, Dr. Brandson, og hinn ágæti lögmaður þar, frændi séra Frið- riks Bergmanns og góðvinur minn, Hjálmar E. Berg- niann. Báðir hafa þessir menn eflt hina kirkjulegu starf- semi drengilega, og bjargað málum, er vanda bar að höndum, með fráhærri ráðsnild. Á Hjálmar Bergmann mestan og beztan þáttinn í að færa það í lag, sem úr lagi fór um eitt skeið, þá er stormurinn skall á. Það sem einkennir alla hina öflugu liðsmenn Kirkju- telagsins — safnaðarfólkið — er áhugi þess og fórnfýsi. En þetta er ekki einkenni eldra fólksins einungis, heldur og hins yngra. Kirkjumálin eru þeirra mál og öll sú starf- semi þeirra starfsemi. Við vinnu sína eru þeir að hugsa um þetta, og er þeir koma saman, tala þeir um það. Og þurfi einhvers við, eru engin ráð of góð, enginn tími of dýrmætur og ekkert fé of fast bundið. Svo var reynsla mín. Þarna er vilji, sem aldrei lætur á sér standa.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.