Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. .lakoh Jónsson: ísland tilsýndar. 241 koma var haldin í Dómkirkjunni sunnudaginn 26. maí, og töluðu þar, auk foringja þeirra, er þegar hafa veriö nefndir, hiskupinn og háöir prestar Dómkirkjunnar. Þökkuðu þeir allir Hernum 40 ára starf lians hér á landi ríki GuÖs til eflingar og árnuðu honum hlessunar i starfi hans hér framvegis. F. Hallgrímsson. ÍSLAND TILSÝNDAR. GóÖkunningi minn sagði einhvern tíma í ræðu, að viss stétt á Islandi þyrfti að fá sér flugvél, til þess að verða nógu víðsýn. Þó að slík orð séu sögð í ganini, er alvara og skynsamleg hugs- un að baki þeim. Sá, sem stígur upp í flugyélina, finnur s.jón sina ekki eins bundna við lágu leitin. Hann er ekki háður jafn þröngum hring og ella, og landið fær annað útlit við að á það er horft úr loftinu, tilsýndar. Að fara til útlanda veitir svipaða aðstöðu og fara upp í flug- vélina. Ferðamaðurinn i fjarlægri heimsálfu sér landið sitt til- sýndar, og margt verður gleggra fyrir augum hans en j)að áður var. En uuk þess kemur annað til skjalanna, og það er tilfinn- ingin fyrir því, hvernig landið 111111- út i annara augum, hvort meira ber þar á auðnum og svörtum söndum eða grasi og græn- um gróðri. Eins og maðurinn í flugvélinni horfir sólgnum augum á landið fyrir neðan sig, reynir ferðamaðurinn í fjarlægðinni að nota livert tækifæri, sem gefst, til þess að horfa á landið sitt. Hvert blað eða bók, sem berst að heiman, grípur hann fegins liendi. Hann rífur upp með áfergju einn pakkann af öðrum. Morgun- btaðið, Alþýðublaðið, Vísir, Nýja-Dagblaðið, Skutull, Dagur o. s. frv. Alt þetta kemur að heiman — frá landinu, þar sem mál Snorra er talað, þar sem íslendingasögur eru skráðar og Passíu- sálmarnir ortir. Hvað flytja nú þessi blöð? Hvað segja þau, að sé að gerast á landi Jóns Sigurðssonar? Og hvernig flytja þau ferðamanninum bergmálið frá fjöllum íslands, hugsanir fólksins, sem lifir og starfar við rætur þeirra? Aður en ég ræði þetta, vil ég spyrja einnar spurningar enn? Hefir það nokkra þýðingu, livað berst af lesmáli að heiman til 16

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.