Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 24
242 Jakob Jónsson: Kirkjuritift. fjarlægra landa? Eitt af því, sem mér liefir orðið ljósara og áþreifanlegra við vesturför mína, er einmitt þetta atriði. Hér í álfu býr að sögn meira en fjórði partur allra íslendinga (ef til vill meira). Þeir hafa unnið sér álit og hylli meðal annarra landsmanna. Það er liaft á orði, hve sjaldan þeir vinni til fang- elsisvistar, live dugandi þeir séu við skólanám, og sumir þeirra hafa komist í háar trúnaðarstöður. En þetta hefir ekki orðið án liarðrar baráttu, því að uppliaflega var „landinn" ekki i alt of miklum metum hafður, áður en hann sýndi, hvað i honum bjó. Jafnframt því, sem hin eldri kynslóð þurfti að berjast við ytri örðugleika í lítt numdu landi, varð hún að liefja upp merki þjóð- ernis síns og gera annaðhvort — að láta troða það ofan í skit- inn eða hefja það til sigurs, hvað sem það kostaði. Nokkrir skár- ust úr leik, eins og alstaðar gengur og gerist. En aðrir stóðust eldraunina og það er þeim að þakka, sem unnist hefir. Undir- staðan í öllu þvi starfi, sem unnið liefir verið til eflingar íslenzku þjóðerni i Ameríku, er þessi hugsun: Þú þarft ekki að skamm- ast þín fyrir að vera íslendingur. Þvert á móti er þér óhætt að meta það mikils og bera höfuð þitt liátt, hverjum sem þú mætir á erlendum stöðum. Þetta reyndu hinir eldri að innræta æskunni og reyna enn; þeir héldu á lofti hverju j)ví, sem vel var gert á íslandi og bentu hörnum sínum á það lil fyrirmyndar. Eitt af því, sem góðir íslendingar hér hafa gert sér far um, er það að láta sem minst berast út af því, sem orðið gat þjóðstofninum til minkunnar á einhvern hátt. Auðvitað er hér sem annars staðar misjafn sauður í mörgu fé, en mér koma Vestur-íslendingar þannig fyrir sjónir, að þeir hafi vaxið og orðið meiri menn fyrir þá sök, að þeir reyndu að festa augun á því, sem var til hins betra, i arfi og eiginleikum þjóðar sinnar. Með þeim hætti varð- veittu þeir með sér virðinguna fyrir því, sem íslenzkt er. Eins og gefur að skilja, er mikið undir því komið, hvort það, sem að heiman berst, verður til þess að styrkja þessa viðleitni íslendingsins i útlegðinni — hvort það eykur virðingu fyrir ís- lenzkri þjóð og íslenzkri menningu. Þó er þetta ekki jafn-auð- skilið þeim, sem ávalt hafa setið heima og vita ekki, hvað það or að heyja stríð fyrir virðingu og heiðri þjóðar sinnar. Þeir skilja þvi ekki, hvílík hrifning getur fylgt þvi að lesa litla fréttaklausu í dagblöðunum frá Reykjavík, ef hún flytur boðskap um menn- ingarstarf eða framfarir á hvaða sviði sem er. Sama er að segja um velritaða grein, sögu eða kvæði. A hinn bóginn er líka erfitt fyrir þann, sem ekki reynir sjálfur, að skilja, hve sárt getur sviðið undan öllu því, sem her vott ómenningar af einhverju tagi, þvi að alt slíkt kemur eins og löðrungur framan í þann, sem i

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.