Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 28
Kirk.jurilið. OPIÐ BRÉF TIL GUNNARS BENEDIKTSSONAR FYRRUM PREvSTS í GRUNDARÞINGUM. Vinur minn, Gunnár. í dag barst mér í hendur af tilviljun Opið bréf frá þér, sem þú hefir skrifað 13. okt. sl. og látið prenta i Rétti, 3.—4. h. XIX. árgangs, og vil ég sökum gamals kunn- ingsskapar okkar virða þig þess að svara þér nokkrum orðum. enda þótt þú leggir ekki stórum skynsamlegar til málanna en sumir aðrir af smærri spámönnunum, sem hafa verið að narta i mig i vetur. Reyndar er mér það ekki fytlilega ljóst, hvort þú ætlast til að ég svari þér, fyrst þú Jézt undir höfuð leggjast að senda mér bréf þitt. Áræði ég að m. k. ekki, að senda hinu sama riti svar mitt, fyr en ég fæ tilboð um það, því að mér hafa reynzt sum þessi rit ykkar merkilega hrædd við að sjá framan i nokkuð það, sem ekki segir fullkomlega já og amen við ykkar kennisetningum. En þegar svo er komið, kemur altaf að mér grunur um, að þið séuð ekki alveg öruggir um málstaðinn, að hann fái staðist. Sá málstaður, sem er öruggur, biður um gagn- rök, og hann er þess albúinn að hrekja þau. Eins er það ástatt fyrir þér, sem einu sinni segisl hafa verið svo einlægur í sannleiksbaráttunni. Nú þegar þú ræðst á móti mér, gömlum fóstbróður í andanum, þá getur þú ekki einu sinni tekið rétt upp tilvitnanir eftir mér framar, og þú leikur þér að því að reyna að ná þeim úr samhengi og snúa út úr þeim. Ég hefi altaf virt þig fyrir það, að þú værir hreinskilinn maður og einarður, og það gæti ég vel gert, hvaða trúarskoðun, sem þú aðhyltist. En þegar þú ferð að nota þessi algengu brögð allra lýðskrumara, þá neyðist ég til að virða þig minna. nema hér sé einungis um skilningsleysi að ræða, sem vel getur verið. En til að sýna þér fram á þann misskilning og hrekja bréf |)itt lið fyrir lið þyrfti lengra mál, en ég sé ástæðu til að eyða á þig að sinni. Aðeins vil ég gefa þér ástæðu til að hugsa ofur- litið um efni þess að nýju i sambandi við sjálfan þig. Ég vona. að þú sért ekki vaxinn upp úr þvi lítillæti andans að prófa ein- stöku sinnum samvizkuna. Og hér koma þá nokkur atriði til at- hugunar:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.