Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 30
248 Benjamin Kristjánsson: KirkjuritiS. ég geti lært nokkuð af þér'? L't frá ölluni skynsamlegum rökum væri sjálfsagt að álykta, a8 vitrari maðurinn liefði hina réttari skoðun. Þú gætir þess, kunningi, að þetta eru aðeins ályktanir, sem ég dreg af þeim rökum, er þú leggur á borðið i þinu eigin bréfi. Ég hefi aldrei verið sá sjálfbyrgingur að ætla, að mér gæti ekki skeikað. Og enda þótt ég hafi ávalt reynt að vera það „radikal" í hugsunum, að segja það lireint og hiklaust, sem ég álít réttast, þá blygðast ég mín heldur ekkert fyrir það, þó að skoðanir minar hafi ef til vill eitthvað breyzt eða þroskast frá skólaárunum, þegar ég var að byrja á því að reyna að brjóta málefni þessi lil mergjar. Ef vitsmununum hefir ekki hrakað, þá væri þetta ekki nema eðlileg þróun. Hvernig ættum við að hafa gjörhugsað alt þegar í byrjun? í trúarefnum kemur lífsreynslan einnig til greina, hin margþætta snerting, sem vér komumst í við maniilegar sálir, eftir þvi sem árin liða yfir oss. Guðfræði min er þó minna breytt en þú munt ætla, og þar sem þú reynir að sýna fram á andstæðu, er aðallega um að ræða misskilning frá þinni hendi. Hin gæsalappaða „trú“, sem ég deildi á i Ganglera grein minni, var „trúin“ = trúarofstæki, eins og ég skýrgrcindi hugtakið i upphafi gi einarinnar. Það er ekki óeðlilegt, að þetta hafi ef til vill ruglað suma þá, sem ekki hafa málfræðilega eða guðfræðilega mentun til að vita, að á íslenzka tungu skortir oss orð til að gera greinarmun á ýmsuin blæbrigðum trúarlífsins. Orðið trú er þessvegna notað yfir eins ólík hugtök og þau, sem felast t. d. í útlenda orðinu „religion“ og þeirri dogmatisku trú, sem er í eðli sínu aðeins ofstækisfull samsinning eða fastheldni við einhverjar kennisetningar. Þetta hefðir þú sem guðfræðilega mentaður maður átt að skilja, þótt þú látist ekki gera það, eða gerir það ef til vill ekki. En ég hefi skýrt þetta betur í annari grein og fer þvi ekki lengra út í það hér. Það sem ég vildi þá segja við þig hreint og hiklaust er þetta: Þú, sem ég gerði mér vonir um, að gæti orðið óháður hug- sjónamaður og dómskygn sannleiksleitandi, ert nú hrapaður ofan i flokk ofsatrúarmannanna. Þú ert orðinn hinni dogmatisku „trú“ að bráð, sem ég barðist á móti í Ganglera. Það skiftir engu, þó að sú „trú“ sé í þessu tilfelli guðlaus. Hún er jafn „dogmatiskur rétttrúnaður" fyrir þvi, jafn grimm og ofstækisfull. Eða mundir þú nú ekki, alveg eins og Abraham ætlaði að slátra ísak Guði til dýrðar — mundir þú ekki vera reiðubúinn að fórna syni þínum fyrir málefni kommúnismans, ef þér væri skipað það og ef þú kæmir því við? Hugsaðu um þetta. Þið, sem ekki gerið flugu mein hversdagslega og eruð livorki verri eða betri en menn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.