Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 35
Kirkjuritið. Erlendar fréttir. 253 Bjarni prófessor Þorsteinsson, Siglufirði (verður 74 ára í haust), séra Gísli Einarsson í Stafholti (fullra 77 ára) og séra Hallgr. Thorlacius í Glaumbæ (verður 71 árs í sumar). Hinn síðasttaldi þjónar þó embætti sínu til hausts. Þrjú af prestaköllum þessum (Hvammur, Stafholt og Glaumbær) verða ekki fyrst um sinn auglýst til umsóknar, og hefir prestunum, sem þar láta af þjón- ustu, verið gefinn kostur á að hafa prestssetrið til ábúðar næsta fardagaár, og einn þeirra tekið því boði (séra Gísli í Stafholti). Alls yfir hefir kirkjumálaráðherra sýnt lofsverða nærgætni við framkvæmd þessara aldurshámarkslaga að því er prestana snertir. .7. 77. Kirkjuvígsla. Sunnudaginn 2. júní vigði biskup landsins Krosnkirkjn í Landeyjum að fjölmenni viðstöddu. ERLENDAR FRÉTTIR. Hróarskeldubiskupsstóll. í Hróarskeldubiskupsdæmi fór biskupskjör þannig, að af 2245 greiddum atkvæðum fékk Axel Rosendcil prófastur 1223. Er hann nú skipaður eftirmaður Fonnesbech-Wulff og tók biskupsvigslu al" dr. Fuglsang-Damgaard Kaupmannahafnar-biskupi 5. mai síð- astliðinn. Báðir voru nábúabiskupar þessir í kjöri í Kaupmanna- hafnarbiskupdæmi, en dr. Fuglsang-Damgaard |)á hlutskarpari, og var þetta fyrsta biskupsvígslan, er hann framkvæmdi. Barátta Svía gegn sorpritum. Alda er risin meðal æskumanna í Svíþjóð gegn sorpritum, sem þar, eins og víðar, hafa flætt yfir landið að undanförnu. Hafa myndast samtök um að kaupa ekki slík rit og jafnframt verið skorað á rikisstjórnina að gjöra ])að, sem í hennar valdi stæði lil þess að aftra útbreiðslu þeirra. Voru áskoranaskjöl þessa efnis með hundrað tuttugu og sjö þúsund undirskriftum afhent- ar stjórninni á síðastliðnu ári. Þessi harátta æskulýðsins hefir mælsl vel l'yrir í Svíþjóð og verið farið um hana lofsamlegum orðum í blöðum landsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.