Kirkjuritið - 01.12.1935, Síða 24

Kirkjuritið - 01.12.1935, Síða 24
418 Kristleifur Þorsteinsson: Kirkjuritið. slarf, þótt þeir mættu stundvíslega á kirkjustaðl alla messudaga og stýrðu þar söng. Þá kom engum það til hugar að krefjast launa f}TÍr söngrödd sína. Menn létu sér vel lynda heiður þann, sem því var samfara að geta slýrt söng í kirkju og við önnur hátíðleg tækifæri. Slíkir menn nutu líka góðs af söngrödd sinni á þann hátt, að þeim voru allar veizlur vísar innan sinna sókna. Á þess- um árum var það kirkjusöngurinn (Grallaralögin), sem aldraða fólkið liafði mestar mætur á. Ivviðu margir eldri jnenn og söngvinir fyrir þeim tímum, þegar Grallara- lögin yrðu að rýma fyrir öðrum nýrri. Unga fólkið trúði þvi, að aldraða fólkið væri of fast við fornar venjur og þráði nýbreytnina. Móðir mín var söngelsk og unni gömlu lögunum hug- ástum. Hún gat aldrei gleymt þeim unaði, sem hún í æsku hafði af messum og kirkjusöng í Reykliolti, en þá voru margir ágætir söngmenn þar í sókn. Voru þeir bræður, Jón í Deildartungu, faðir hennar, og Þorvaldur á Stóra- Kroppi, orðlagðir söngmenn og sömuleiðis Sigurður Bjarnason á Hömrum, sem þá var ungur maður. Hún stóð í þeirri meiningu, að þar liefði sönglistin náð liá- inarki, þegar kirkjan fyltist þessum fögru röddum. Þann- ig gátu ólærðir söngmenn hinna eldri tíma hrifið þá, sem eklci þektu annað betra. Þá voru henni prestsverk séra Þorsteins Helgasonar ekki síður minnileg, sem hún dáði mjög. Álti hún sínar fegurstu æskuminningar frá mess- unum í Reykholtskirkju á þeim árum. Það var ekki sársaukalaust fyrir söngelska lcirkjuvini, þegar Grallaralögin voru að þurkast út, en í þeirra stað koniu ný lög, sem ýmsir voru veikir á. Höllruðu sumir á milli liinna gömlu og nýju laga. Varð söngurinn þá óáheyrilegur í mesta máta. Það var tímabilið frá 1870— 1880, sem kirkjusöngurinn komst hér á hina mestu ring- ulreið, og æði bágborinn var hann víða eftir það, þótt úr því hættist á sumum stöðum. Eftir því sem kirkjusöngnum hnignaði, fóru kvæða-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.