Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 26
420 Kristleifur Þorsteinsson: KirkjuritiíS. ég bezt til þess, hvað söngur við þessa messugjörð var ósambæiilegur við það, sem ég hafði áður vanist og unað vel við, meðan ég þekti ekki annað belra. í mörg ár eftir þetta kyntist ég Guðmundi i Landa- lcoli, söng lians og söngmönnum. Til lians völdust á ver- tíðum söngelskir menn bæði úr Borgarfirði, en einkum úr Árnessýslu. Meðal þeirra vil ég sérstaklega minnast tveggja manna, sem mest báru af. Það var Eirikur Eiríks- son, föðurbróðir séra Sigurgeirs Sigurðssonar prófasts á ísafirði, og Eirikur Þorsteinsson, eldri, frá Reykjum á Skeiðum. Þessir frændur sungu svo vel, að orð var á gert. Af Borgfirðingum má nefna Svein Oddsson frá Innra- Hólmi, síðar barnakennara á Akranesi, Stefán Guð- mundsson frá Fitjum, Þorstein Pétursson frá Grund og Björn Jóhannesson frá Hóli. Allir þessir menn áttu skemtilegar minningar frá messum á Kálfatjörn og söng- æfingum í Landakoti, þar sem landlegudagar voru not- aðir til slíkra æfinga, sem var einsdæmi þar um slóðir á þeim árum. Séra Jón Hjartarson á Gilsbaklca, d. 1881, var meðal beztu söngmanna sinnar tíðar. Voru Grallaralögin sung- in í sóknum hans, meðan hann lifði. Hvítsíðingar áttu þá litla völ góðra söngmanna. Hjálmar á Kolsstöðum stýrði þá söng á Gilsbakka, en Daníel á Fróðastöðum í Síðu- múla. Báðir voru þeir gáfaðir og námfúsir. Þeir kunnu Grallaralögin upp á sína tiu fingur, en fyrir sönginn fengu þeir lítið lof. Hjálmar var liáróma, gutlaði hann og dill- aði röddinni upp og niður og bjó til boga og trillur eftir sínu liöfði, til viðbótar því, sem lagið vísaði. Vel má vera, að rödd bans liefði verið notliæf með tamningu, en fyrii’ þessa taumlausu ringi varð hún næstum óþolandi. Ég get hér þessa manns sem fulltrúa þeirrar venju, sem þá var ríkjandi meðal hinna eldri manna. Þeirra meining var að gera lögin enn þá fegri en þau voru frá liöndum höfunda þeirra, en slíkt var á fárra færi. Daníel á Fróðastöðum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.