Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Æskuminningar. 421 söng tilgerðarlaust með andakt og stillingu, en liann var svo rómiaus, að lítið heyrðist til hans. Með komu séra Magnúsar Andréssonar að Gilshakka 1881, leið Grallarasöngurinn undir lok að fullu og öllu í sóknum hans. Séra Magnús var lærdómsmaður og söng- maður góður. Fylgdist hann vel með nýjungum í söng sem öðrum mentum. Með honum komu bræður hans þrír, Sigmundur, Eyjólfur og Jón, sem allir voru söngmenn góðir. Hinn fjórði söngmaður bættist þá í hópinn. Það var Páll Helgason, sem giftist þá Þorbjörgu, ekkju séra Jóns Hjartarsonar. Bjó hann lengi á Bjarnastöðum og var forsöngvari í Gilsbakkakirkju alla þá tíð. Árið 1887 kem- ur hér fyrst organleikari til sögunnar. Það er Runólfur Þórðarson frá Fiskilæk. Hann giftist það vor Helgu, dótt- ur Salómons hreppstjóra í Siðumúla, og byrjaði þar bú- skap. Runólfur hafði æft organspil urn mörg ár og var leikinn í þeirri list. Hann var gleðimaður hinn mesti og hrókur alls fagnaðar. Með honum færðist hér nýtt líf í söng, hæði við messur og aðrar samkomur. Nokkrir menn lærðu hjá honum orgelspil, þar á meðal Þorsteinn Pétursson á Grund, siðar bóndi á Mið-Fossum. Þess er vert að geta, að á Hesti voru þrír prestar á þessum árum, einn eftir annan, sem voru söngmenn góðir. Það var séra Páll Jónsson, séra Janus Jónsson og séra Arnór Þorlúks- son. Það var þó einkum séra Arnór Þorláksson, sem var söngmaður af list, bæði að smeklc og raddfegurð. Guðmundur Ingimundarson bóndi á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi var talinn meðal beztu söngmanna sinnar samtíðar. Hann lifði framyfir síðastliðin aldamót. Með honiun kulnuðu að fullu og öllu hér í Borgarfirði þeir síðustu neistar, sem eftir lifðu af hinum gamla Grallara- söng, sem fólkið liafði sætt sig vel við öld eftir öld og lét vel í eyrum, þegar fallega var á lialdið. 1 þessu sambandi vil ég minnast hér tveggja annara söngmanna, sem tilheyrðu hinum gamla tima, en voru orðlagðir radd-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.