Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 29
Kirkjuritið. Æskuminningar. 423 Sonur Guðmundar Ólafssonar var Guðmundur bók- bindari, sem stofnaði söngfélag í Stykkishólmi, um eða litlu eftir 1870. Var það með fyrstu söngfélögum þessa iands. Guðmundur bókbindari var sem faðir hans ágætur söngmaður. Ég hefi nú hér að framan minst á söng í Borgarfirði og víðar á 19. öldinni. Síðustu áratugir þeirrar aldar eru mesta hieytingatimabilið i sögu héraðsins, ekki síður í söng en öðru. Þá leggjast niður með öllu Grallaralögin, sem eldri tíðar menn unnu og kunnu. Unga fólkið æskir Jtá annars nýrra og er því að aukast þekking á, að söng- urinn þarfnist umbóta, sem heimilin höfðu þá fæst tök á að veita. Fólkið fór að verða feimnara, þegar það sann- færðist um það, livað lítið það kunni. Söngur i heimahús- um lagðist niður smátt og smátt, messum fækkaði og sömuleiðis brúðkaupsveizlum. Alt studdi að þvi, að nú fækkaði óðum þeim mönnum, sem þorðu að syngja í heyranda ldjóði. Kom nú sú breyting að fleiri þögðu en áður, en þeir námfúsu og sönghæfustu fóru svo fljótt sem tök voru á, að leita á þá staði, sem fræðslu var að fá í þeim efnum, sem helzt var í Reykjavík. Kristleifnr Þorsteinsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.