Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Kristur og kommúnisminn. 183 Páll postuli komst að orði, „ekki bókstafs, heldur anda .... En þar sem andi drottins er, þar er frelsi“. Marxstefnan og Leninsstefnan eru aftur á móti feldar Jtegar í fjötra trúarjátninga sinna. Hver skóli Marxism- ans reynir að sanna rétttrúnað sinn og fj'lgd við fagnað- arerindi Marx. Þar er jafn ægilegt að vera dæmdur ótrúr Marx eins og i kaþólskum löndum að vera bannfærður af páfa. „Marxisminn er alger sannleiki“, sagði Lenin, „engin þróun í sögunni mun nokkurn líma fá Iiaggað bonum né breytt“. Kristnin mun þó lifa bann. Heimsskoðun hennar er miklu viturlegri og dýpri og traust bennar á mönnunum er reist á öruggari grundvelli. Traust kommúnismans á mönnunum mun því aðeins reynast lialdgott, að það fái stvrk frá lifandi guðstrú. Enn finna kommúnistar þetta ekki í stríðshitanum og vímunni, sem jTir þeim er. En til lengdar þarf traustið á mönnunum æðri boðskap til að nærast á en þennan: „Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða“. Bertrand Russell segir einhversstaðar: „Ef vér neytt- um þeirrar þekkingar, sem nú er fyrir hendi, og beztu aðferða, þá myndum vér geta á einum mannsaldri alið upp k^mslóð, sem yrði nálega laus við sjúkdóma, illvilja og sinnuleysi. En ekkert af þessu vrði gjört án kærleika. Þekkingin er fyrir hendi, en kærleiksskortur veldur, að hennar er ekki nevlt“. Andi kristindómsins mun að lokum vinna sigur í þessum efnum, því að þrátt fyrir alt og alt, sem má með réttu finna að kristninni, þá hefir bún fylt lieiminn skólum, munaðarleysingjabælum, sjúkrahúsum, holdsveikraliælum og öðrum mannúðar- stofnunum, svo að engin ey né meginland er þessu sneydd. Kristin kirkja með öllum göllum sínum hefir reynst sú stofnunin á jörðu, sem mesta og bezta þjón- ustu hefir veitt. Hún hefir gjört það, þrátt fyrir van- þroska þjóðskipnlag, og hvað mun þá verða, er ríki og þjóðir taka að semja sig meir að lögum guðsríkis.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.