Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 21
Kirkjuritið. Trú og siðgæði. 195 með megin þátt trúarlífsins. Því verður aðeins lifað en ekki lýst, og ekki gert skiljanlegt fyrir þeim, sem ekki lifa sjálfir með að einhverju leyti. En af þessu eðli trúarinnar, að liún er svo mjög á lil- finningasviðinu leiðir aftur það, að hún er alþýðlegust af öllu alþýðlegu. Þar skiftir minstu um ytri skilvrði, mentun eða aðra aðstöðu. Það er hljómbotn sálarinnar, dýpt hennar og tilfinningahæfileiki einn, sem lil greina kemur. Þess vegna koma lika svo margir mestu menn trúarliragðanna fram úr alþýðustétt á öllum öldum. Af því, sem ég hefi nú sagt, er i rauninni orðið ljóst, livaða samband er milli trúar og siðgæðis. Ég held að það svar liggi i rauninni opið fvrir, að siðgæði er ekk- ert annað en ein hlið trúarinnar, og að því leyti alveg óaðskiljanleg frá henni. A hinn hóginn má segja, að all annað, sem kallað er siðgæði, sé trúnni alveg óviðkom- andi. Það er fágun, hentug aðferð til þess að skipuleggja mannlegt félagslíf, og má vafalaust dæma misjafnlega um gildi þess. Ágústínus kirkjufaðir var æði livassorð- ur um það. Hann sagði að dygðir heiðingjanna væru áferðarlaglegir lestir, eins og kunnugt er. En hér tak- marka ég mig við sambandið milli trúar og siðgæðis, og þarf því engan dóm að fella um það siðg'æði, sem utan trúarinnar á sér stað. Til þess að það skiljist, livað ég á við með þvi, að sið- gæði sé ekki annað en ein hlið trúarinnar, verðum við að rifja upp fyrir okkur allra einfaldasta stcifrof sálar- fræðinnar. í henni er sálarlífið, eða hin andlega starfsemi manns- ins, greind i þrjá aðal þætti: Hugmyndalífið, þar sem skynsemin situr að völdum, tilfinningalífið, með kend- um sínum og hugðum, og loks vilja eða starfsemilífið. En þó að sálarlifið sé á þennan liátt fræðilega greint i

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.