Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 38
212 Erléndar liæknr. Kirkjurilið. í inngangi ritsins kemst ritstjórinn þannig að orði: „Kristni er, eöli sinu samkvæmt, ekkert minna en menning, og takmark menningarinnar getur ekkert minna verið en kristni, i bókstaf- legum skilningi". „Þessvegna“, heldur hann áfram, „tekur ritið upp á stefnuskrá sína, auk guðfræðinnar i hennar ýmsu greinum, bókmentir, vísindi, siðfræði, stjórnmál, fjármál, heimspeki og opinher mál — sérhvert menningarsvið, og telur menningunni ómissandi, að sú tegund kirkjueiningar náist, sem liingað til hefir ekki náðst, hvorki af mótmælendum né katólskum“. Til bendingar þeim, sein kynnast vildu þessu merkilega máli, læt ég hér rits þessa getið. Páll Sigurðsson. Frá Svenska Kyrkans Diakonistyrelses Bokförlag, Stockholm, hafa mér borist þessar bækur: Arne Fjellbu: Sjálens n0d. Bls. (52. Kr. 1.25 s. Adolf Kloo: Arvet ej f0rspill. Bls. 21 (5. lvr. 3.50 s. J. G. Lindhardt: Kyrka og kristendom. Bls. 215. Kr. 1.75 s. Alt eru þetta góðar og læsilegar bækur. Bók hins alkunna Þrándheimsprests, Arne Fjellhu, eru 3 fyrir- lestrar og ein prédikun, er hann flutti í Östergötland á síðastliðnu ári. Fjalla erindin um það, hvernig kristindómurinn einn fær hjargað liinni nauðstöddu sál, enda þótt tekið sé fult tillil til hinn- ar vísindalegu sálfræðiþekkingár, sem nú hefir fengist. Arvet ej förspill eru smá greinar og erindi um ýms kristileg efni. Einnig nokkrar minningar úr prestsstarfi höf. Alt lipurlega skrifað og vekjandi. Iíyrka og kristendom tel ég þó beztu bókina. Það eru stutt og greinileg erindi um ýms liöfuðatriði svo sem: Hvað kirkjan er, guðsþjónustan, Guðs orð, skírnin, kvöldmáltíðin o. s. frv., alls 15 kaflar. Leikmenn, sem jiess geta notið, ættu ekki sízt að lesa þessa bók, svo mjög sem hún er fræðandi og auðskilin um þessi efni. En vér prestarnir getum og haft af henni gott gagn. Hún er líka svo ódýr, að flestir hafa ráð á að kaupa hana.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.