Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 44
38 Kristleifur Þorsteinsson: KirkjuritiS. voru systkinasynir. Af þessu má ráða, að frændlið séra Eiriks var ekki í smámenna tölu. Svo var og um liann, að hann var áberandi maður, stór vexti, karlmannleg- ur, hispurslaus og blátt áfram, en ekki fágaður í orð- um. Drengur góður mun hann hafa verið talinn af þeim, sem þektu hann bezt. Á Lundi átti liann litla sögu, en síðar varð hann nafnkendur, m. a. þingmaður Snæfell- inga 1891—’99, og síðar prófastur í Strandasýslu og póstafgreiðslumaður á Stað í Hrútafirði. Hann fór frá Lundi að Breiðabólsstað á Skógarströnd 1885. Síðan að Staðarstað, en síðast að Prestsbakka í Hrútafirði. Kona séra Eiriks var Vilhorg Jónsdóttir, prests á Auð- kúlu. Voru þau hjón systrabörn. Börn þeirra eru Jó- hanna, Gísli og Jón, bændur á Stað í Hrútafirði. Ólafur Ólafsson vígðist að Lundi 1885. Hann var kaup- mannsson úr Hafnarfirði. Kona hans var Ingibjörg Páls- dóttir, sjrstir séra Jens Pálssonar síðast í Görðum að Alftanesi. Séra Ólafur var hagur og listhneigður. Léttur á fæti og snar i hreyfingum, áhugasamur og fylginn sér. Var hann bezti liðsmaður í öllum þeim málum, sem til heilla horfðu, bæði í sveit og sýslu. Búnaðist honum ágætlega, enda var stjórnsemi og myndarskap lconu hansvið brugðið. Voru þau hjúasæl og slitu aldrei trj'gð við það fólk, sem hjá þeim vann. Eftir lö ára prestsþjónuslu á Lundi, fékk séra Ólafur Hjarð- arholt í Dölum, 1902. Þar stofnaði hann og starfrækti samhliða prestsembæltinu skóla með líku sniði og hér- aðsskóla þá, sem um það leyti voru að rísa upp, en hefir siðan fjölgað og þeir eflzt á ýmsa lund. — Skóli séra Ólafs, ásamt heimili þeirra hjóna i Hjarðarholti, þótti ungu fólki, sem þangað sótti, sannnefndur sælu- staður. Eiga margir Borðfirðingar, sem þangað sóttu nám, kærar minningar frá þeim tímum. Séra Ólafur og Ingibjörg kona hans fluttu til Reykja- víkur frá Hjarðarholti. Lézt hann þar 1935, en kona hans 1929.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.